Veitingarýni
Morgunmatur á Slippbarnum | Veitingarýni
Það var núna milli jóla og nýárs sem ég þurfti að fara með drossíuna á verkstæði og var mættur þar klukkan 08:00, ég átti að vera á næsta stað um 11:30, þannig að mér datt í hug að nota tækifærið og fara og fá mér morgunmat og lesa blöð dagsins.
Fyrir valinu var Slippbarinn á Icelandair Marina hotel við Mýragötu, er ég hafði borgað leigarann þá labbaði ég inn í félagi með hækjunum mínum og er ég nálgaðist salinn kom þjónn á móti mér og sendi hjólastólalyftuna niður og svo aftur upp og ég labbaði inn í salinn og settist á borð við hliðina á hlaðborðinu, þjónninn við hliðina á mér og bauð að drekka, bað ég um appelsínusafa og kók light. Hann tók hækjurnar mínar og sagðist koma með þær aftur þegar ég færi, í góðu lagi með það.
Svo hófst átið, en á fyrsta disk fékk ég mér nýbakað brauð, smjör, tómata, túnfisksalat, graflax, sinnepssósu og kotasælu, smakkaðist þetta alveg prýðilega, þó sérstaklega laxinn.
Þá var komið að næsta disk, nýbakað brauð, smjör, ekta skinka, maribo ostur og kotasæla og var það mjög gott á bragðið.
Þá var komið að heita matnum en hann var, eggjakaka með osti, kartöflur með bacon og bakað grænmeti og var þetta mjög ljúfengt á bragðið.
Svo voru sætindi, en þar var ananas, appelsína, melóna og eplakaka, alveg toppurinn á tilverunni.
Það sem ég tók sérstaklega eftir var að það var ekki stillt miklu fram í einu af hverri tegund, heldur var ein manneskja stanzlaust að laga til, fylla á og útskýra fyrir hótelgestum hvað hvað væri og fyrir vikið var borðið miklu girnilegra og allt svo ferskt.
Þjónustan var afbragð og þegar ég ætlaði að fara kom þjónninn með hækjurnar og sömu leið í lyftuna og fram í lobby þar sem ég fékk mér sæti, stuttu seinna kom þjónninn með kókflöskuna af borðinu og blöð dagsins og þakkaði ég honum vel fyrir þjónustuna.
Svo um ellefu leitið tók ég leigubíl frá hótelinu á næsta áfangastað, ánægður með þjónustuna, matinn, hótelið og vel nærður á maga og sál fyrir átök dagsins.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla