Uppskriftir
Mjúkar súkkuklaðikaramellur
Hráefni:
60 gr kakó
500 gr púðursykur
1/2 dl ljóst síróp
2 dl rjómi
2 msk smjör
2 dl hakkaðir heslihnetukjarnar
1 msk vanillusykur
Aðferð:
Sjóðið kakó, sykur, síróp og rjóma þar til blandan er farin að stífna (um það bil hálftíma.)
Hrærið smjörinu saman við.
Þeytið súkkulaðiblönduna með rafmagnsþeytara í um það bil 10 mínútur.
Því næst er hnetunum og vanillusykrinum blandað saman við.
Hellið blöndunni á olíuborinn pappír og hafið hana 2 cm þykka.
Kælið og skerið í hæfilega stóra bita.
Mynd: úr safni

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata