Vertu memm

Uppskriftir

Mjúkar súkkuklaðikaramellur

Birting:

þann

Heslihnetur - heslihnetukjarnar

Í þessari uppskrift er bæði hægt að nota heslihnetur eða möndlur.

Hráefni:

60 gr kakó
500 gr púðursykur
1/2 dl ljóst síróp
2 dl rjómi
2 msk smjör
2 dl hakkaðir heslihnetukjarnar
1 msk vanillusykur

Aðferð:

Sjóðið kakó, sykur, síróp og rjóma þar til blandan er farin að stífna (um það bil hálftíma.)

Hrærið smjörinu saman við.

Þeytið súkkulaðiblönduna með rafmagnsþeytara í um það bil 10 mínútur.

Því næst er hnetunum og vanillusykrinum blandað saman við.

Hellið blöndunni á olíuborinn pappír og hafið hana 2 cm þykka.

Kælið og skerið í hæfilega stóra bita.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið