Frétt
Mjólkursúkkulaðidropar í vegan smákökudeigi
Matvælastofnun varar fólk með mjólkurofnæmi við neyslu á vegan smákökudeigi frá IKEA, vegna þess að mjólkursúkkulaðidropar fundust í pakkningu. Kökudeigið gæti því innihaldið mjólkursúkkulaði en er óhætt til neyslu fyrir þá sem þjást ekki af mjólkurofnæmi. IKEA hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.
Innköllun á eingöngu við vöru með best fyrir dagsetningu 8. febrúar 2023.
Vöruheiti: Vegan smákökur með súkkulaðibitum
Vörumerki: Heimabakarinn
Framleiðandi: Miklatorg/IKEA
Þyngd: 500g
Best fyrir: 8. febrúar 2023
Dreifing: IKEA, Kauptúni
Viðskiptavinir sem hafa keypt vegan smákökudeig með súkkulaðibitum með framleiðsludagsetningunni 8. nóvember 2022 geta komið með það í Skilað og skipt í versluninni og fengið endurgreitt. IKEA biðst afsökunar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að valda.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






