Frétt
Mjólkursúkkulaðidropar í vegan smákökudeigi
Matvælastofnun varar fólk með mjólkurofnæmi við neyslu á vegan smákökudeigi frá IKEA, vegna þess að mjólkursúkkulaðidropar fundust í pakkningu. Kökudeigið gæti því innihaldið mjólkursúkkulaði en er óhætt til neyslu fyrir þá sem þjást ekki af mjólkurofnæmi. IKEA hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.
Innköllun á eingöngu við vöru með best fyrir dagsetningu 8. febrúar 2023.
Vöruheiti: Vegan smákökur með súkkulaðibitum
Vörumerki: Heimabakarinn
Framleiðandi: Miklatorg/IKEA
Þyngd: 500g
Best fyrir: 8. febrúar 2023
Dreifing: IKEA, Kauptúni
Viðskiptavinir sem hafa keypt vegan smákökudeig með súkkulaðibitum með framleiðsludagsetningunni 8. nóvember 2022 geta komið með það í Skilað og skipt í versluninni og fengið endurgreitt. IKEA biðst afsökunar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að valda.
Mynd: mast.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum