Frétt
Mjólkursúkkulaðidropar í vegan smákökudeigi
Matvælastofnun varar fólk með mjólkurofnæmi við neyslu á vegan smákökudeigi frá IKEA, vegna þess að mjólkursúkkulaðidropar fundust í pakkningu. Kökudeigið gæti því innihaldið mjólkursúkkulaði en er óhætt til neyslu fyrir þá sem þjást ekki af mjólkurofnæmi. IKEA hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.
Innköllun á eingöngu við vöru með best fyrir dagsetningu 8. febrúar 2023.
Vöruheiti: Vegan smákökur með súkkulaðibitum
Vörumerki: Heimabakarinn
Framleiðandi: Miklatorg/IKEA
Þyngd: 500g
Best fyrir: 8. febrúar 2023
Dreifing: IKEA, Kauptúni
Viðskiptavinir sem hafa keypt vegan smákökudeig með súkkulaðibitum með framleiðsludagsetningunni 8. nóvember 2022 geta komið með það í Skilað og skipt í versluninni og fengið endurgreitt. IKEA biðst afsökunar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að valda.
Mynd: mast.is

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025