Frétt
Mjólkursúkkulaðidropar í vegan smákökudeigi
Matvælastofnun varar fólk með mjólkurofnæmi við neyslu á vegan smákökudeigi frá IKEA, vegna þess að mjólkursúkkulaðidropar fundust í pakkningu. Kökudeigið gæti því innihaldið mjólkursúkkulaði en er óhætt til neyslu fyrir þá sem þjást ekki af mjólkurofnæmi. IKEA hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs , Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna af markaði.
Innköllun á eingöngu við vöru með best fyrir dagsetningu 8. febrúar 2023.
Vöruheiti: Vegan smákökur með súkkulaðibitum
Vörumerki: Heimabakarinn
Framleiðandi: Miklatorg/IKEA
Þyngd: 500g
Best fyrir: 8. febrúar 2023
Dreifing: IKEA, Kauptúni
Viðskiptavinir sem hafa keypt vegan smákökudeig með súkkulaðibitum með framleiðsludagsetningunni 8. nóvember 2022 geta komið með það í Skilað og skipt í versluninni og fengið endurgreitt. IKEA biðst afsökunar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að valda.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin