Keppni
Minnum á kynningarfund Vínþjónn ársins 2021 á föstudaginn nk.
Sérstakur kynningarfundur fyrir keppnina verður haldinn föstudaginn 19. Febrúar, kl. 11:30 á Brass Kitchen & Bar. Fundurinn er opinn öllum og allar spurningar eru velkomnar.
Áhugasamir geta skráð sig til keppnis á [email protected]
Síðasti dagur skráningar er föstudagurinn 19. febrúar.
Íslandsmeistaramót vínþjóna fer fram fyrir luktum dyrum, miðvikudaginn 25. febrúar.
Keppt verður í blindsmakki, verklegum vinnubrögðum (meðhöndlun á vörum), vín og matarpörun ásamt bóklegri kunnáttu.
Keppnin mun fara fram alfarið á ensku þar sem sigurvegari mun vera fulltrúi Íslands í alþjóðlegum keppnum.
Fyrir þá sem lenda í efstu þremur sætunum munu Vínþjónasamtökin bjóða allt að 30 tímum í keppnisundirbúning sem fellst í aðstoð við, bóklegan lærdóm, blindsmökk, verkleg vinnubrög.
Nýkrýndur Íslandsmeistari mun hljóta styrk frá Vínþjónasamtökunum uppá 250.000 til að nýta í áframhaldandi menntun á vegum WSET eða CMS /ASI.
Ertu búinn að skrá þig í Vínþjónasamtökin?
Árgjald Vínþjónasamtakanna er 4.800.-
Innifalið í gjaldinu eru 3 vínsmökk á ári þar sem farið verður ítarlega í tæknina á bak við blindsmakk. Einnig fá meðlimir 50% afslátt af árskorti á SommNinja appinu.
Sjá einnig:
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði