Viðtöl, örfréttir & frumraun
Miklar framkvæmdir hjá Narfeyrarstofu – Steinunn og Sæþór: „Við ætlum að opna kjallarann í byrjun sumars….“
Þessa dagana stendur veitingastaðurinn Narfeyrarstofa, sem staðsett er við Aðalgötuna í Stykkishólmi í hjarta bæjarins, fyrir heilmiklum framkvæmdum.
„Við byrjuðum í desember að taka prufu á þessu til að sjá hvort þetta væri gerlegt. Kjallarinn var 70 cm djúpur þar sem hann var grynnstur en dýpstur um ca 170 cm, við náðum að grafa niður í 310 cm.“
Sögðu veitingahjónin Steinunn Helgadóttir veitingastjóri og framkvæmdastjóri og Sæþór H. Þorbergsson matreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is. Þau hjónin keyptu Narfeyrarstofu árið 2001 og hafa því rekið veitingastaðinn í 21 ár.
Klárað var að grafa 20. janúar s.l. og þá voru farin rúmlega 200 tonn af jarðveg út.
Í ljós kom ansi fallegar hleðslur sem þau hjónin láta njóta sín, svo verða einnig berar klappir sem einnig verða sýnilegar í veggjum.
Elsta hleðslan í húsinu er frá einhverstaðar árunum milli 1750 og 1800 en húsið var byggt ofan á grunni af eldra húsi, en Narfeyrarstofa var byggð árið 1906. Í gamla daga í Stykkishólmi báru húsin ekki götuheiti heldur hétu nöfnum og voru þá oft kennd við eigendur eða einhver kennileiti.
Húsið hét Narfeyrarhús og var kennt við Guðmund sem kom frá Narfeyri á Skógarstönd og byggði húsið fyrir Málfríði Möller, ekkju Möllers apótekara. Þegar fyrrverandi eigandi hússins opnaði kaffihús efndi hann til nafnasamkeppni og þar varð nafnið Narfeyrarstofa til.
„Við ætlum að opna kjallarann í byrjun sumars.“
Sögðu Steinunn og Sæþór aðspurð um verklok.
![Narfeyrarstofa](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2022/03/narfeyrarstofa-22-7-1024x683.jpg)
Íslenska lambið er klassískt og alltaf gott. Einn af vinsælustu réttum Narfeyrarstofu síðustu tuttugu og eitt ár.
Matseðillinn á Narfeyrarstofu hefur og mun alltaf endurspegla hráefni úr nærumhverfi, fugl og fiskur úr Breiðafirði, lamb úr sveitinni og ostar frá Erpstöðum og núna er beðið eftir eggjum frá sjófuglinum og að Símon fari að uppskera bláskel.
Það lá beint við að spyrja um söluna á veitingastaðnum, en Narfeyrarstofa var sett á sölu í fyrra:
„Það er rétt að við auglýstum staðinn til sölu síðasta vor, þá leit út fyrir að covid væri að líða undir lok en það breyttist fljótt.
Við fengum mis gáfuleg viðbrögð þannig að við ákváðum að spýta í lófana og fara að undirbúa það sem alltaf hefur verið í pípunum, en það er að grafa útúr kjallaranum og græja hann sem bar eða Launch svona fyrir og eftir mat, þangað til réttur aðili lætur sjá sig.
Á 6-7 mánuði á ári þá bíða milli 70-100 manns á kvöldi eftir borði hjá okkur vegna þess að það er alltaf yfirfullt og teljum við að þessi aðstaða eigi eftir að bæta þar um.“
Nú um þessa helgi er verið að steypa undirstöður:
Heimasíða: www.narfeyrarstofa.is
Facebook: /Narfeyrarstofa
Instagram: @Narfeyrarstofa
Myndir og vídeó: facebook / Narfeyrarstofa
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita