Frétt
Mikil vonbrigði með „Matarmarkaðinn“ á Hlemmi
Kæru lesendur
Gerði mér ferð á Hlemm í gær til að versla á „Matarmarkaðnum“ sem borgin sagði að yrði í gamla strætó skýlinu. Var að hugsa um að kaupa kannski osta og áleggspylsur. Að sjálfsögðu var smá mál að finna bílastæði en fannst að lokum.
En þvílík vonbrigði þegar ég gekk inn á staðinn. Þarna voru semsagt bara einir 9 eða 10 litlir veitingastaðir þar af 2 bakarí. Semsagt það sem Reykjavíkur borg hafði upplýst þjóðina um fyrr á þessu ári ef ég man rétt var semsagt bara tóm ….
Það fyrsta sem ég rak augun í var hilla full af vínflöskum og glösum. Þarna voru semsagt ýmiskonar micro veitingastaðir, ekki eitt borð sem kalla mætti „Matarmarkað“. Ekkert frá kúabændum, ekkert frá lambabændum, ekkert frá grænmetisbændum og ekkert frá ávaxtabændum. Þvílíkur Matarmarkaður.
Þótt ég sé ekkert unglamb lengur og minnið kannski farið, var þjóðinni sagt að þarna ætti að vera Matarmarkaður. 9 eða 10 veitingastaðir í borg, með nú þegar, allt of marga veitingastaði er fyrir mér nánast hneyksli. Ég hef sem Matreiðslumaður gert mér far um að heimsækja Matarmarkaði hvar sem ég hef átt kost á á mínum ferðum erlendis og sennilega séð meir en 30 slíka.
Bið ykkur um að misskilja mig ekki, hef ekkert á móti neinum af þessum veitingastöðum. Sem dæmi er Jómfrúin einn af mínum uppáhalds. Bara þetta er ekki það sem okkur var sagt að ætti að gera við torgið.
Með vinsemd og virðingu
Hilmar B. Jónsson
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir