Keppni
Mikil gróska í keppnis framreiðslunni
Mikil gróska er í keppnis framreiðslu á Íslandi, en nú á dögum fór fram dómara námskeið í keppnis framreiðslu sem haldið var í Matvís húsnæðinu, en námskeiðið var á vegum Iðan fræðslusetursins.
Framreiðslumenn eru faglærðir þjónar sem vinna einkum á veitingastöðum, hótelum eða við veisluþjónustu.
Það voru tólf framreiðslumenn sem sóttu námskeiðið og útskrifuðust með dómara diplómu í keppnis framreiðslu.
„Við fengum Heine Egelund, en hann kemur alla leið frá Danmörku. Heine er virkur í bransanum í Danmörku og hefur afrekað mikið á sínum ferli.
Hann er með sinn eigin Sommelier skóla, situr í stjórn í sveinsprófsnefnd og sommelier sambandinu og hefur verið að sjá um danska framreiðslu landsliðið.“
Sagði Andrea Ylfa Guðrúnardóttir hjá Klúbbi framreiðslumeistara í samtali við veitingageirinn.is.
Einnig er Heine með mjög góðan bakgrunn í keppnis framreiðslu, sjálfur hefur hann keppt í hinum ýmsu keppnum um allan heim þar á meðal framreiðslumaður ársins í Danmörku og Nordic Waiter.
Heine hefur verið yfirþjónn og veitingastjóri á nokkrum af bestu veitingastöðum Danmerkur auk þess að hafa unnið fjölda þjónakeppna, þar á meðal „Nordic waiter of the year“ bæði 2015 og 2016, hann hefur einnig þjálfað danska keppendur fyrir hinar ýmsu keppnir.
Heine ásamt fleirum hefur barist fyrir að fá að keppa með framreiðslulandsliði á heims og ólumpíuleikum fyrir matreiðslu og er nú þegar tilbúinn með keppnisfyrirkomulagið og regluverkið þegar grænt ljós verður gefið að fá að taka þátt.
„Við stefnum á framreiðslukeppni núna í vor 2024, í byrjun apríl verður haldin keppnin Framreiðslumaður ársins 2024.“
Sagði Andrea að lokum, en hún starfar á veitingastaðnum OTO og til gamans getið, þá hreppti Andrea titilinn: Framreiðslumaður ársins 2023.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins