Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mikið að gera hjá Ása í Menu Veitingum | …allt voða beisik og næs að vanda
Það var mikill snúningur í eldhúsinu á veitingastaðnum Tveir Vitar í Byggðasafninu við Garðskagavita þegar fréttamaður freisting.is kíkti við í gær en fyrir utan veitingastaðinn var Sólseturshátíðin í Garðinum í fullum gangi og var sannkallað líf og fjör á hátíðinni. Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari og eigandi af Tveimur Vitum og veisluþjónustunnar Menu veitingar stóð vaktina og var virkilega hress eins og honum einum er lagið.
Það var mikið um að vera um helgina þá bæði á veitingastaðnum og í veisluþjónustunni, þar sem tekið var á móti og eldað fyrir 150 manns frá tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem haldin var á gamla varnarsvæðinu í Keflavík en þar voru aðstandendur hátíðarinnar, fréttamenn þá bæði í brunch og í kvöldmat að undanskyldu tapasveislur og aðrar veislur fyrir hina og þessa hópa, kvöldverður fyrir Keflavíkur fótboltastrákana og margt fleira.
„Fótboltastrákarnir borðuðu hjá okkur, crewið á All Tomorrows Parties, nokkrar tapasveislur, Ítalska hermenn í mat í kvöld, allt voða beisik og næs að vanda“
, sagði Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hjá Menu Veitingum í samtali við veitingageirann, aðspurður um hvernig var að gera um helgina.
Mynd af Ása og texti: Smári
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var