Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mikið að gera hjá Ása í Menu Veitingum | …allt voða beisik og næs að vanda
Það var mikill snúningur í eldhúsinu á veitingastaðnum Tveir Vitar í Byggðasafninu við Garðskagavita þegar fréttamaður freisting.is kíkti við í gær en fyrir utan veitingastaðinn var Sólseturshátíðin í Garðinum í fullum gangi og var sannkallað líf og fjör á hátíðinni. Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari og eigandi af Tveimur Vitum og veisluþjónustunnar Menu veitingar stóð vaktina og var virkilega hress eins og honum einum er lagið.
Það var mikið um að vera um helgina þá bæði á veitingastaðnum og í veisluþjónustunni, þar sem tekið var á móti og eldað fyrir 150 manns frá tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem haldin var á gamla varnarsvæðinu í Keflavík en þar voru aðstandendur hátíðarinnar, fréttamenn þá bæði í brunch og í kvöldmat að undanskyldu tapasveislur og aðrar veislur fyrir hina og þessa hópa, kvöldverður fyrir Keflavíkur fótboltastrákana og margt fleira.
„Fótboltastrákarnir borðuðu hjá okkur, crewið á All Tomorrows Parties, nokkrar tapasveislur, Ítalska hermenn í mat í kvöld, allt voða beisik og næs að vanda“
, sagði Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hjá Menu Veitingum í samtali við veitingageirann, aðspurður um hvernig var að gera um helgina.
Mynd af Ása og texti: Smári
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi