Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Michelin snillingarnir á Dill mæta á félagsfund Klúbbs Matreiðslumeistara

Birting:

þann

Dill restaurant

DILL hlaut nú á dögunum eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir víða um heim keppast um að fá, eina Michelin stjörnu.

Félagsfundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara verður haldin hjá Matfugli við Völuteig 2 í Mosfellsbæ 7. mars næstkomandi, klukkan 18:00.

Dagskrá er á þessa leið:

  • Matfugl um sýna og segja frá fyrirtækinu.
  • Viktor Örn Andrésson Bocuse d´Or snillingur sem tók 3ja sætið föstum tökum mun heiðra KM félaga með nærveru sinni.
  • Michelin snillingarnir á Dill segja frá því hvernig það er að vera einn af bestu veitingastöðum í heimi.
  • Matfugl mun sjá um að veisluborðið mun svigna undan kræsingum frá þeim.
  • Almenn fundarstörf og árshátíð kynnt enn betur.

Munið: Hvítur jakki og svartar buxur.

Kveðja Viðburðarnefndin.

 

Mynd: af facebook síðu Dill restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið