Frétt
Michelin Guide á Íslandi
Nú er tími til kominn að taka fram sparistellið og setja upp sparibrosið, því að eftirlitsmenn frá Michelin guide eru á Íslandi, eins og sjá má í tilkynningu frá Michelin Guide á twitter.
Hello #Iceland – land of ice and fire pic.twitter.com/7MNi95vPKa
— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) May 5, 2018
Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður skrifar í facebook hóp fagmanna:
„Verið öll á tánum, gædinn er á leiðinni“
og eru fagmenn greinilega ánægðir með þær fréttir.
Fimm Íslenskir veitingastaðir eru á listanum hjá Michelin Guide, en þeir eru DILL sem er með eina Michelin stjörnu, Gallery á Hótel Holti sem nú heitir Holt Restaurant með þrjá krossa og Vox og Grillið tvo krossa.
Michelin Guide veitir einkunn fyrir andrúmsloft og þægindi staðarins en það eru skeið og gaffall í kross, frá einum til fimm krossa. Einn kross táknar „þægilegan veitingastað“ á meðan fimm krossar tákna „lúxusveitingastað.“
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana