Frétt
Michelin Guide á Íslandi
Nú er tími til kominn að taka fram sparistellið og setja upp sparibrosið, því að eftirlitsmenn frá Michelin guide eru á Íslandi, eins og sjá má í tilkynningu frá Michelin Guide á twitter.
Hello #Iceland – land of ice and fire pic.twitter.com/7MNi95vPKa
— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) May 5, 2018
Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður skrifar í facebook hóp fagmanna:
„Verið öll á tánum, gædinn er á leiðinni“
og eru fagmenn greinilega ánægðir með þær fréttir.
Fimm Íslenskir veitingastaðir eru á listanum hjá Michelin Guide, en þeir eru DILL sem er með eina Michelin stjörnu, Gallery á Hótel Holti sem nú heitir Holt Restaurant með þrjá krossa og Vox og Grillið tvo krossa.
Michelin Guide veitir einkunn fyrir andrúmsloft og þægindi staðarins en það eru skeið og gaffall í kross, frá einum til fimm krossa. Einn kross táknar „þægilegan veitingastað“ á meðan fimm krossar tákna „lúxusveitingastað.“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





