Vertu memm

Frétt

Michelin Guide á Íslandi

Birting:

þann

Nú er tími til kominn að taka fram sparistellið og setja upp sparibrosið, því að eftirlitsmenn frá Michelin guide eru á Íslandi, eins og sjá má í tilkynningu frá Michelin Guide á twitter.

Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður skrifar í facebook hóp fagmanna:

„Verið öll á tánum, gædinn er á leiðinni“

og eru fagmenn greinilega ánægðir með þær fréttir.

Fimm Íslenskir veitingastaðir eru á listanum hjá Michelin Guide, en þeir eru DILL sem er með eina Michelin stjörnu, Gallery á Hótel Holti sem nú heitir Holt Restaurant með þrjá krossa og Vox og Grillið tvo krossa.

Michelin Guide veitir einkunn fyrir andrúmsloft og þægindi staðarins en það eru skeið og gaffall í kross, frá einum til fimm krossa. Einn kross táknar „þægilegan veitingastað“ á meðan fimm krossar tákna „lúxusveitingastað.“

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið