Vín, drykkir og keppni
Mezcal kvöld á Tipsý – fimmtudagskvöld – Martin Eisma á Íslandi
Barþjónasenan á Íslandi er mjög öflug og hluti af því að vaxa og dafna er að sækja innblástur og áhrif frá öðrum stöðum. Hingað til lands er kominn meistarabarþjónn frá Amsterdam, Martin Eisma frá Sins of Sal á vegum Lost Explorer mezcal.
Martin verður með mjög spennandi mezcal kokteilseðil sem verður í gangi alla helgina en Martin stendur sjálfur vaktina núna fimmtudagskvöld á Tipsý.
Flott tækifæri fyrir barþjóna til að læra af þessum meistara!
Martin Eisma verður með Masterclass fyrir barþjóna á Tipsý kl.14-16 á fimmtudag
MAXIMALISM: Creating complex flavours
Áhugasamir velkomnir – Skráning hér.
Lærður kokkur sem snéri sér að barstörfum
„Fyrst og fremst á þetta að vera skemmtilegt, svo er hægt að nördast í framhaldinu“
segir Martin og er spenntur að vera kominn til landsins.
Sins of Sal hóf rekstur í maí 2022 sem systurbar Salmuera, fyrsta mezcalería Hollands og einn fyrsti hágæða latnesksi veitingastaður veitingastaður Hollands.
Martin Eisma er yfirbarþjónn og ber ábyrgð á kokteilseðlum á báðum stöðum. Fyrrum kokkur sem snéri sér að barstörfum og hefur síðustu 10ár verið að minnka bilið á milli matseldar og barþjónustu. Martin leggur ríka áherslu á að draga úr úrgangi og hámarka flókin brögð í kokteilum með samsetningu matvæla.
Sins of Sal (stytt Sins) opnaði sem kokteilbar með náttúruvínum þar sem hugmyndin er að gera flókna og skapandi kokteila og mat fyrir nautnaseggi.
„Það sem skiptir mestu máli er að við notum eingöngu hráefni sem er bæði hægt að nota í mat og drykk. Við gerum það ekki eingöngu af siðferðislegum ástæðum heldur einnig til að ná brögðum úr hráefnum sem myndu annars fara til spillis og þetta sparar okkur pening þannig við getum unnið með dýrari hráefni án þess að gestir þurfi að borga of mikið fyrir drykk.“
segir Martin en hann tók með alls kyns hráefni sem fást ekki hér á landi og verður spennandi að smakka.
Sjáumst smá tipsý á Tipsý fimmtudagskvöld !
PopUp kokteilseðillinn:
Fyrir utan mezcal kokteila, fara í Lost Explorer flug og prófa allar tegundir þá verður Steini Sax og DJ Benni B-Ruff að halda uppi stuðinu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið