Markaðurinn
Metþátttaka í World Class Barþjónakeppninni – Fullt út úr dyrum á Héðni Kitchen & Bar – Myndir
Aldrei hefur skráning í World Class farið eins hratt af stað og 73 skráðir til leiks frá 40 kokteilbörum.
Greinilega er mikil eftirvænting meðal barþjóna en þrjú ár eru síðan keppnin var haldin síðast en World Class er stærsta og virtasta barþjónakeppni heims sem fær barþjóna til að hugsa hlutina öðruvísi, vera frumlegir og hafa gæði í fyrirrúmi fyrir öll skilningarvit.

F.v. Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastóri Ölgerðarinnar, Dennis Tamse frá Ketel One og Hlynur Björnsson framkvæmdastjóri World Class keppninnar.
Dennis Tamse frá Ketel One vodka kenndi fyrsta World Class Stúdíóið sem fjallar um sjálfbærni eða „Garnish for Good“ til dæmis með að versla beint frá býli eða bæta samfélagið með að hjálpa náunganum og gera heiminn að betri stað.
Barþjónar hafa 2 vikur til að skila inn drykk með þema námskeiðsins og safna stigum. Stúdíóið var haldið á Héðni Kitchen & Bar og var bókstaflega fullt út úr dyrum þrátt fyrir að veðrið léki gesti grátt.
Næsta Stúdíó verður í vor og lokakeppnin í maí þegar kemur í ljós hvaða barþjónn fer til Sao Paolo í Brasilíu að hrista og hræra með bestu barþjónum heims fyrir Íslands hönd.
Myndir: aðendar

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni