Frétt
Metskráning gistinátta á hótelum á Norðurlandi
Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári. Nýting hótelherbergja hefur ekki verið betri og helst stöðug á milli ára sem er sérstaklega jákvætt í ljós þess að hótelum fjölgaði um tvö og herbergjum um 71. Þróunin í nýtingu herbergja í þessum mánuðum hefur verið á uppleið síðustu ár, ef frá eru talin árin 2020 og 2021 vegna heimsfaraldurs, og ljóst er að tækifærin til að gera enn betur eru til staðar.
Þegar tölur fyrir maí mánuð eru skoðaðar sést að sumartímabilið er að lengjast, sem er afar jákvætt. Skráðum gistinóttum fjölgaði um 27% frá síðasta ári og voru samtals 39.883 talsins. Eins og sést hér að neðan er fjölgunin veruleg frá því sem var fyrir heimsfaraldur og það sama má segja um júnímánuð.
Sem fyrr segir er þessi aukning í maí-mánuði jákvæð með tilliti til þess markmiðs ferðaþjónustunnar á Norðurlandi að jafna árstíðarsveifluna eins og kostur er. Vísbendingar eru um að sumartímabilið sé einnig að teygja sig lengra inn í september og október, sé miðað við síðasta ár og góða bókunarstöðu á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá samstarfsfyrirtækjum MN.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum