Keppni
Menu veitingar þrefaldur sigurvegari í chili keppni | Bollakökukeppni haldin í fyrsta sinn á opnum Degi á Ásbrú
Á uppstigningadag 14. maí s.l., var haldið hið árlega karnival, sem heitir Opinn dagur á Ásbrú, og var þemað All American County Fair.
Karnival er skemmtileg hátíð þar sem almenningi býðst að koma „upp á völl“ og taka þátt í leikjum í básunum, kaupa amerískan varning, kíkja í draugahúsið, fljúga flugvél í flughermi, borða góðan mat og skemmta sér og öðrum.
Samhliða hátíðinni var haldin Chili keppni líkt og í fyrra og Bollukökukeppni, en það er Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi & Ásbrú sem á veg og vanda að undirbúningi á keppnunum.
Chili keppnin er haldin milli veitinga- og matvörufyrirtækja um “besta Chili con Carne,“ “besta Chili sin Carne“ (grænmetis) og “sterkasta Chili-réttinn.“ Þrír veitingastaðir tóku þátt í chili keppninni að þessu sinni, Menu veitingar, Kryddlegin hjörtu og Kaffi Duus.
Chili sigurvegarar
Það var Menu veitingar sem sigraði í öllum flokkum og óskum við þeim innuilega til hamingju með þennan glæsilega sigur. Til gamans má geta að Menu Veitingar sigraði í fyrra á opnum Degi á Ásbrú með besta Chili sin Carne sterkasta chili réttinn.
Dómnefnd í Chili keppninni voru:
Friðrik Sigurðsson, fulltrúi Food & Fun, matreiðslumaður Utanríkisráðuneytisins.
Paul O´Friel, starfandi sendiherra sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi.
Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco.
Bollakökukeppni
Í fyrsta sinn var haldin Bollakökukeppni á opnum Degi á Ásbrú og voru 20 mismunandi bollakökur skráðar í keppnina.
Verðlaunin fyrir bestu bollakökuna hlaut Alexandra Jóna Hermannsdóttir.
Verðlaunin fyrir frumlegustu bollakökuna hlaut Margrét Sól Torfadóttir.
Verðlaunin fyrir fallegustu bollakökuna hlaut Magdalena Akimowicz.
Dómnefnd í Bollakökukeppninni voru:
Jói Fel, bakari.
Grace O´Friel, eiginkona starfandi sendiherra sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi.
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, matarbloggari.
Myndir: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s