Kokkalandsliðið
Meðlimir í Kokkalandsliðinu stofna læk síður
Tveir meðlimir í Kokkalandsliðinu hafa stofnað læk síðu á facebook, en það eru þeir Axel Þorsteinsson Bakari & konditor og Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari.
Axel Þorsteinsson
Axel Þorsteinsson yfir Konditor á Apotek Restaurant og meðlimur í Kokkalandsliðinu er með facebook síðuna AxelPastry, þar sem hann kemur til með að birta góðar uppskriftir og aðra hlutir sem að Axel tekur að sér.
Axel hefur keppt meðal annars í Norðurlandamóti í Danmörku, Eftirrétt ársins 2014, besta konditor Norður Evrópu í Álaborg í Danmörku.
Gísli Matthías Auðunsson
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari hefur stofnað læk síðu en hann er meðlimur í Kokkalandsliðinu og eigandi tveggja veitingastaða Matur og Drykkur í Reykjavík og Slippinn í Vestmannaeyjum.
Markmiðið hans með þessari síðu er að segja sínar skoðanir á hinum ýmsu málum sem eiga það sameiginlegt að tengjast mat og drykk og að auki uppskriftir, sýna hvað er á döfinni og ýmsan fróðleik um mat.
Gísli hefur verið ötull við að ferðast og sækja hugmyndir og stefnu í matargerðinni, verið tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar, keppt í Matreiðslumaður ársins 2015 svo fátt eitt sé nefnt.
Facebook síðurnar:
Fylgist vel með þessum metnaðarfullum fagmönnum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?