Kokkalandsliðið
Meðlimir í Kokkalandsliðinu stofna læk síður
Tveir meðlimir í Kokkalandsliðinu hafa stofnað læk síðu á facebook, en það eru þeir Axel Þorsteinsson Bakari & konditor og Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari.
Axel Þorsteinsson
Axel Þorsteinsson yfir Konditor á Apotek Restaurant og meðlimur í Kokkalandsliðinu er með facebook síðuna AxelPastry, þar sem hann kemur til með að birta góðar uppskriftir og aðra hlutir sem að Axel tekur að sér.
Axel hefur keppt meðal annars í Norðurlandamóti í Danmörku, Eftirrétt ársins 2014, besta konditor Norður Evrópu í Álaborg í Danmörku.
Gísli Matthías Auðunsson
Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari hefur stofnað læk síðu en hann er meðlimur í Kokkalandsliðinu og eigandi tveggja veitingastaða Matur og Drykkur í Reykjavík og Slippinn í Vestmannaeyjum.
Markmiðið hans með þessari síðu er að segja sínar skoðanir á hinum ýmsu málum sem eiga það sameiginlegt að tengjast mat og drykk og að auki uppskriftir, sýna hvað er á döfinni og ýmsan fróðleik um mat.
Gísli hefur verið ötull við að ferðast og sækja hugmyndir og stefnu í matargerðinni, verið tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar, keppt í Matreiðslumaður ársins 2015 svo fátt eitt sé nefnt.
Facebook síðurnar:
Fylgist vel með þessum metnaðarfullum fagmönnum.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana