Sverrir Halldórsson
Með allt á hreinu í Reykjavík | „… maturinn hjá Fabrikkunni var þeim til sóma og þjónustan fumlaus og þægileg“

Flottir Fabrikkuþjónar.
F.v. Kristín Magnúsdóttir, Natan Kolbeinsson og Karitas Óskarsdóttir
Það var einn góðan dag sem ég fór í Austurbæ og sá leikritið; Með allt á hreinu, hjá nemandafélagi Verslunarskóla Íslands sem byggt er á kvikmynd Stuðmanna „Með allt á Hreinu“. Var þetta virkilega skemmtileg útfærsla hjá krökkunum, söngurinn svakalega góður, tónlistin ekki síðri, sem gaf manni oft gæsahúð það flott var það, meðal annars breyttu þau Sigurjóni digra í Sigurjónu digru og var þetta hin besta skemmtun.
Og til að toppa þessa upplifun þá var næst haldið á Hamborgarafabrikkuna til að snæða mat í anda myndarinnar sem var eftirfarandi:

Sigurjón digri.
Við erum komnir til að sjá og sigra,
Sigurjón digra.
Takið af ykkur skóna.
Hvað ertu að bóna.
Og á Fabrikkunni er hamborgari til heiðurs myndinni og heitir Sigurjón digri.

Franskar, sósu og salat
Við viljum franskar sósu og salat
Þetta er langbesta sjoppan sem ég hef komið í
Og hún er æðislega góð
Og að sjálfsögðu fékk ég mér það með.
Í tilefni af þess að það voru 30 ár liðin frá útgáfu myndarinnar 2012 var gefin út tvöföld plata undir nafninu Astraltertan, og þeir Simmi og Jói fannst leiðinlegt að enginn fengi að smakka á þessari tertu, þannig að þeir tóku til sinna ráða og útkoman er:

Astraltertan.
Frægasta terta sem aldrei hefur verið borðuð.
Karamelluterta með pekanhnetum, valhnetum, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði borin fram kubblaga með heitri karamellusósu og vanilluískúlu.
Og að sjálfsögðu var hún smökkuð.
Þessi matur hjá þeim á Fabrikkunni var þeim til sóma og þjónustan fumlaus og þægileg.
Það var einn sem fór glaður heim og var með allt á hreinu.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni3 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn