Frétt
Matvælaframleiðsla eitt af stóru viðfangsefnum stjórnmálanna á þessari öld
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti setningarávarp á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) 2018 sem haldinn er í dag.
Í ávarpi sínu sagði forsætisráðherra m.a. að matvælaframleiðsla muni verða eitt af stóru viðfangsefnum stjórnmálanna á þessari öld:
„Matur, matvælaframleiðsla, matvælaöryggi, matarsóun, matarmenning – það eru svo margar hliðar á þessu máli. Það er sýn ríkisstjórnarinnar að við eigum að móta okkur framtíðarsýn um matvælalandið Ísland. Þar þurfa nánast öll ráðuneyti að taka þátt.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið er þungamiðja í slíku starfi, en þar þurfa líka að taka þátt heilbrigðisráðuneyti, enda er matur og matvælaöryggi stórt heilbrigðismál; umhverfis- og auðlindaráðuneyti, enda er matvælaframleiðsla einn af stóru áhrifaþáttunum þegar kemur að loftslagsbreytingum; atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, sem sömuleiðis er ráðuneyti neytendamála en hvorttveggja tengist þeim kröfum sem neytendur gera til matvæla; mennta- og menningarmálaráðuneytið enda skiptir máli að tengja matinn og uppruna hans inn í menntun barnanna okkar; samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, byggðamálaráðuneytið, enda er matvælaframleiðsla dreifð um land allt og svo utanríkisráðuneytið, bæði vegna inn- og útflutnings matvæla, en ekki síður vegna áhrifa matvælaframleiðslu á loftslag.
Þarna þurfum við að vinna þvert á ráðuneyti og stofnanir og setja okkur stefnu þannig að við byggjum hér upp matvælaframleiðslu, tryggjum matvæla- og fæðuöryggi, drögum úr matarsóun, berjumst gegn loftslagsbreytingum, eflum lýðheilsu og aukum nýsköpun og þróun á sviði matvælaframleiðslu.“
Yfirskrift Matvæladags MNÍ er „Matvælastefna – hvað er það, fyrir hverja og af hverju?
Myndir: stjornarradid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit