Vertu memm

Freisting

Matreiðslusnillingur á Vox

Birting:

þann

Matreiðslumeistarinn Morten Skinstad Haakenstad
Morten Skinstad Haakenstad

Matreiðslumaður ársins 2006 í Noregi, í matreiðslu sjávarfangs, starfar á Vox Restaurant Reykjavík.

Sjávarréttarmatreiðslumaður ársins 2006 í Noregi, Morten Skinstad Haakenstad frá Hönefoss í Noregi, vann keppnina um matreiðslu á sjávarréttum nú um síðustu helgi. Morten starfar á Vox, www.vox.is , en starfaði á Solvold restaurant, www.solvold.no  , áður en hann fór að starfa hér á klakanum. Í febrúar síðastliðin vann Morten einnig keppnina um Matreiðslumann ársins í grænmeti og því óhætt að segja að hér sé á ferðinni mikill keppnismaður.

Í keppninni sem nú var haldin í Bergen voru 4 fiskiréttir matreiddir á um 4 tímum fyrir 10 manns, og var hráefnið keppendum óþekkt þar til 30 mínútum áður en keppnin hófst, eða svokölluð “mistery basket”

Morten vann sér ferð til Lyon í janúar á Bocuse d´Or keppnina, þar sem íslendingar fjölmenna til að styðja hann Friðgeir okkar. Einnig voru smærri hlutir eins og hnífar ofl. í verðlaun.

Fjögurra rétta sjávarréttamatseðill Mortens var:

Hörpuskel á 3 vegu, marineruð, mjólkursoðin og steikt

~0~

Vanillubakaður humar með blómkáli, geitaosti og steinseljuskýi

~0~

Karfi “clubsamloka” ásamt furuhnetuvinaigrette, karrýolíu og súrsuðum kantarellum

~0~

Hin Norski þoskur “Klipfisk” borinn fram með ólífum, sultuðum tómötum, blaðlaukscompot og stökkum lauk.

Freisting óskar Morten innilega til hamingju með sigurinn og næsta víst að fréttamenn fylgist með honum á næstu misserum. En hægt er að lesa norska frétt um málið á www.ringblad.no eða nánar tiltekið hér

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið