Freisting
Matreiðslusnillingur á Vox
Morten Skinstad Haakenstad
Matreiðslumaður ársins 2006 í Noregi, í matreiðslu sjávarfangs, starfar á Vox Restaurant Reykjavík.
Sjávarréttarmatreiðslumaður ársins 2006 í Noregi, Morten Skinstad Haakenstad frá Hönefoss í Noregi, vann keppnina um matreiðslu á sjávarréttum nú um síðustu helgi. Morten starfar á Vox, www.vox.is , en starfaði á Solvold restaurant, www.solvold.no , áður en hann fór að starfa hér á klakanum. Í febrúar síðastliðin vann Morten einnig keppnina um Matreiðslumann ársins í grænmeti og því óhætt að segja að hér sé á ferðinni mikill keppnismaður.
Í keppninni sem nú var haldin í Bergen voru 4 fiskiréttir matreiddir á um 4 tímum fyrir 10 manns, og var hráefnið keppendum óþekkt þar til 30 mínútum áður en keppnin hófst, eða svokölluð mistery basket
Morten vann sér ferð til Lyon í janúar á Bocuse d´Or keppnina, þar sem íslendingar fjölmenna til að styðja hann Friðgeir okkar. Einnig voru smærri hlutir eins og hnífar ofl. í verðlaun.
Fjögurra rétta sjávarréttamatseðill Mortens var:
Hörpuskel á 3 vegu, marineruð, mjólkursoðin og steikt
~0~
Vanillubakaður humar með blómkáli, geitaosti og steinseljuskýi
~0~
Karfi clubsamloka ásamt furuhnetuvinaigrette, karrýolíu og súrsuðum kantarellum
~0~
Hin Norski þoskur Klipfisk borinn fram með ólífum, sultuðum tómötum, blaðlaukscompot og stökkum lauk.
Freisting óskar Morten innilega til hamingju með sigurinn og næsta víst að fréttamenn fylgist með honum á næstu misserum. En hægt er að lesa norska frétt um málið á www.ringblad.no eða nánar tiltekið hér
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi