Markaðurinn
Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi – Myndir
Sölufélag garðyrkjumanna fór nú á dögunum með matreiðslunema Hótels- og Matvælaskólans ásamt kennurum í heimsókn í sveitina þar sem þau fengu að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi.
Garðyrkjustöðin Kinn í Hveragerði var heimsótt og skoðuð ræktun á hinu sívinsæla Pak choi, síðan lá leiðin í Ártanga í Grímsnesi þar sem fersk krydd glæddu augu og bragðlauka.
Friðheimar tóku svo vel á móti þeim, gróðurhús skoðuð og kynning á því sem fram fer í stóreldhúsi Friðheima sem eldar súpur og annað góðgæti fyrir hundruð þúsundir gesta ár hvert.
Síðan lá leiðin í garðyrkjustöðina Jörfa á Flúðum og paprikuræktun skoðuð. Flúðasveppir voru næstir í röðinni og farið vel yfir þá margþættu ræktun sem á sér stað.
Garðyrkjustöðin Gróður á Flúðum tók svo á móti þeim og skoðuð var rækutn á hinum margrómuðu Sólskinstómötum og forsáning á Sellerí kynnt fyrir þeim. Að lokum var komið við í Silfurtúni á Flúðum þar sem mátti gæða sé á ljúffengum íslenskum jarðarberjum.
Dagurinn var vel heppnaður í alla staði og þakkar Sölufélag garðyrkjumanna matreiðslunemum og kennurum sérstaklega fyrir daginn.
Myndir: Íslenskt.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
























