Markaðurinn
Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi – Myndir
Sölufélag garðyrkjumanna fór nú á dögunum með matreiðslunema Hótels- og Matvælaskólans ásamt kennurum í heimsókn í sveitina þar sem þau fengu að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi.
Garðyrkjustöðin Kinn í Hveragerði var heimsótt og skoðuð ræktun á hinu sívinsæla Pak choi, síðan lá leiðin í Ártanga í Grímsnesi þar sem fersk krydd glæddu augu og bragðlauka.
Friðheimar tóku svo vel á móti þeim, gróðurhús skoðuð og kynning á því sem fram fer í stóreldhúsi Friðheima sem eldar súpur og annað góðgæti fyrir hundruð þúsundir gesta ár hvert.
Síðan lá leiðin í garðyrkjustöðina Jörfa á Flúðum og paprikuræktun skoðuð. Flúðasveppir voru næstir í röðinni og farið vel yfir þá margþættu ræktun sem á sér stað.
Garðyrkjustöðin Gróður á Flúðum tók svo á móti þeim og skoðuð var rækutn á hinum margrómuðu Sólskinstómötum og forsáning á Sellerí kynnt fyrir þeim. Að lokum var komið við í Silfurtúni á Flúðum þar sem mátti gæða sé á ljúffengum íslenskum jarðarberjum.
Dagurinn var vel heppnaður í alla staði og þakkar Sölufélag garðyrkjumanna matreiðslunemum og kennurum sérstaklega fyrir daginn.
Myndir: Íslenskt.is
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum