Markaðurinn
Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi – Myndir
Sölufélag garðyrkjumanna fór nú á dögunum með matreiðslunema Hótels- og Matvælaskólans ásamt kennurum í heimsókn í sveitina þar sem þau fengu að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi.
Garðyrkjustöðin Kinn í Hveragerði var heimsótt og skoðuð ræktun á hinu sívinsæla Pak choi, síðan lá leiðin í Ártanga í Grímsnesi þar sem fersk krydd glæddu augu og bragðlauka.
Friðheimar tóku svo vel á móti þeim, gróðurhús skoðuð og kynning á því sem fram fer í stóreldhúsi Friðheima sem eldar súpur og annað góðgæti fyrir hundruð þúsundir gesta ár hvert.
Síðan lá leiðin í garðyrkjustöðina Jörfa á Flúðum og paprikuræktun skoðuð. Flúðasveppir voru næstir í röðinni og farið vel yfir þá margþættu ræktun sem á sér stað.
Garðyrkjustöðin Gróður á Flúðum tók svo á móti þeim og skoðuð var rækutn á hinum margrómuðu Sólskinstómötum og forsáning á Sellerí kynnt fyrir þeim. Að lokum var komið við í Silfurtúni á Flúðum þar sem mátti gæða sé á ljúffengum íslenskum jarðarberjum.
Dagurinn var vel heppnaður í alla staði og þakkar Sölufélag garðyrkjumanna matreiðslunemum og kennurum sérstaklega fyrir daginn.
Myndir: Íslenskt.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024