Vertu memm

Markaðurinn

Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi – Myndir

Birting:

þann

Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi - Myndir

Sölufélag garðyrkjumanna fór nú á dögunum með matreiðslunema Hótels- og Matvælaskólans ásamt kennurum í heimsókn í sveitina þar sem þau fengu að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi.

Garðyrkjustöðin Kinn í Hveragerði var heimsótt og skoðuð ræktun á hinu sívinsæla Pak choi, síðan lá leiðin í Ártanga í Grímsnesi þar sem fersk krydd glæddu augu og bragðlauka.

Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi - Myndir

Friðheimar tóku svo vel á móti þeim, gróðurhús skoðuð og kynning á því sem fram fer í stóreldhúsi Friðheima sem eldar súpur og annað góðgæti fyrir hundruð þúsundir gesta ár hvert.

Síðan lá leiðin í garðyrkjustöðina Jörfa á Flúðum og paprikuræktun skoðuð. Flúðasveppir voru næstir í röðinni og farið vel yfir þá margþættu ræktun sem á sér stað.

Matreiðslunemar upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi - Myndir - Tómatar - Friðheimar

Garðyrkjustöðin Gróður á Flúðum tók svo á móti þeim og skoðuð var rækutn á hinum margrómuðu Sólskinstómötum og forsáning á Sellerí kynnt fyrir þeim. Að lokum var komið við í Silfurtúni á Flúðum þar sem mátti gæða sé á ljúffengum íslenskum jarðarberjum.

Dagurinn var vel heppnaður í alla staði og þakkar Sölufélag garðyrkjumanna matreiðslunemum og kennurum sérstaklega fyrir daginn.

Myndir: Íslenskt.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið