Markaðurinn
Matreiðslunemar fengu að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi – Myndir
Sölufélag garðyrkjumanna fór nú á dögunum með matreiðslunema Hótels og matvælaskólans ásamt kennurum í heimsókn í sveitina þar sem þau fengu að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi.
Það hefur alltaf verið mikill heiður hjá garðyrkjufyrirtækjum að fá tækifæri til að fræða unga kokkanema um eiginleika og gæði íslenska grænmetisins.
Hlynur og Ljúpa á garðyrkjustöðinni Kinn í Hveragerðir sögðu frá sinni starfsemi við ræktun hins margrómaða Pak choi.
Óli Finnsson hjá garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarás fræddi nemendur um íslenska eldpiparinn sem þau fengu að smakka við mikla hrifningu einnig var í boði að smakka sætar paprikur og hinar sívinsælu snakk paprikur. Einnig er ræktað í Heiðmörk salat, steinselja og fjallasteinselja.
Ragnheiður tók á móti hópnum í Flúðasveppum og kynnti allt sveppa ræktunarferlið sem nemendum þótti mjög fróðlegt. Nemendur stæddu síðan ljúffenga sveppa súpu ásamt ljúffengu meðlæti á Farmers Bistro hjá Flúðasveppum.
Ragnheiður tók einnig hópinn út á akrana þar sem þau fengu að uppskera brakandi ferkar gulrætur, blóm- og spergilkál við mikla hrifningu.
Knútur á Friðheimum í Reykholti leiddi þau um gróðurhúsin sagði frá allri þeirra starfsemi og sýndi þeim inn í stóreldhúsið og kynntu þau fyrir nýju Vínstofu Friðheima.
Myndir: islenskt.is

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði