Vertu memm

Bocuse d´Or

Matreiðslunámskeið með Sigga Helga Bocuse d´Or keppanda fyrir Íslands hönd 2015

Birting:

þann

Sigurður Helgason - Bocuse d´Or 2015

Sigurður Helgason

Eftir langan og strangan undirbúning hefur Siggi lokið keppni í stærstu einstaklings matreiðslukeppni heims: Bocuse d’Or.  Þar lenti hann í 8. sæti sem er frábær árangur.  Mikil þjálfun liggur að baki við að uppgötva nýja tækni, bragðsamsetningar og upplifun.

Nú gefst kostur á að eyða kvöldstund með honum og hans teymi í eldhúsinu í Grillinu og læra af meisturunum. Námskeiðið endar á kvöldverði þar sem afraksturinn verður borinn á borð í Grillinu ásamt sérvöldum vínum með hverjum rétti.  Námskeiðið verður haldið þann 9. mars kl. 17:00 og eru einungis 10 pláss á námskeiðinu.

Hefur þú eða makinn þinn meiri áhuga á að njóta afrakstursins en að læra meistarataktana? Þá er einnig í boði að slaka á í Mecca Spa og skella sér í nudd á meðan betri helmingurinn er í eldhúsinu. Mæta svo endurnærð/ur og njóta afrakstursins að loknu námskeiðinu með hópnum.

Verð 17.100 á mann, innifalið er: námskeið (eða aðgangur í spa og nudd), uppskriftamappa og kvöldverður með sérvöldum vínum.

Hafðu samband á [email protected] eða í síma 5259960 fyrir nánari upplýsingar og skráningu.

Mynd: Sirha

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið