Bocuse d´Or
Matreiðslunámskeið með Sigga Helga Bocuse d´Or keppanda fyrir Íslands hönd 2015
Eftir langan og strangan undirbúning hefur Siggi lokið keppni í stærstu einstaklings matreiðslukeppni heims: Bocuse d’Or. Þar lenti hann í 8. sæti sem er frábær árangur. Mikil þjálfun liggur að baki við að uppgötva nýja tækni, bragðsamsetningar og upplifun.
Nú gefst kostur á að eyða kvöldstund með honum og hans teymi í eldhúsinu í Grillinu og læra af meisturunum. Námskeiðið endar á kvöldverði þar sem afraksturinn verður borinn á borð í Grillinu ásamt sérvöldum vínum með hverjum rétti. Námskeiðið verður haldið þann 9. mars kl. 17:00 og eru einungis 10 pláss á námskeiðinu.
Hefur þú eða makinn þinn meiri áhuga á að njóta afrakstursins en að læra meistarataktana? Þá er einnig í boði að slaka á í Mecca Spa og skella sér í nudd á meðan betri helmingurinn er í eldhúsinu. Mæta svo endurnærð/ur og njóta afrakstursins að loknu námskeiðinu með hópnum.
Verð 17.100 á mann, innifalið er: námskeið (eða aðgangur í spa og nudd), uppskriftamappa og kvöldverður með sérvöldum vínum.
Hafðu samband á [email protected] eða í síma 5259960 fyrir nánari upplýsingar og skráningu.
Mynd: Sirha
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum