Bocuse d´Or
Matreiðslunámskeið með Sigga Helga Bocuse d´Or keppanda fyrir Íslands hönd 2015
Eftir langan og strangan undirbúning hefur Siggi lokið keppni í stærstu einstaklings matreiðslukeppni heims: Bocuse d’Or. Þar lenti hann í 8. sæti sem er frábær árangur. Mikil þjálfun liggur að baki við að uppgötva nýja tækni, bragðsamsetningar og upplifun.
Nú gefst kostur á að eyða kvöldstund með honum og hans teymi í eldhúsinu í Grillinu og læra af meisturunum. Námskeiðið endar á kvöldverði þar sem afraksturinn verður borinn á borð í Grillinu ásamt sérvöldum vínum með hverjum rétti. Námskeiðið verður haldið þann 9. mars kl. 17:00 og eru einungis 10 pláss á námskeiðinu.
Hefur þú eða makinn þinn meiri áhuga á að njóta afrakstursins en að læra meistarataktana? Þá er einnig í boði að slaka á í Mecca Spa og skella sér í nudd á meðan betri helmingurinn er í eldhúsinu. Mæta svo endurnærð/ur og njóta afrakstursins að loknu námskeiðinu með hópnum.
Verð 17.100 á mann, innifalið er: námskeið (eða aðgangur í spa og nudd), uppskriftamappa og kvöldverður með sérvöldum vínum.
Hafðu samband á [email protected] eða í síma 5259960 fyrir nánari upplýsingar og skráningu.
Mynd: Sirha
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






