Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matland segir söguna á bak við framleiðsluna
Matland er vefmiðill þar sem fjallað er um mat og matvælaframleiðslu út frá ýmsum sjónarhornum. Útgefandi Matlands rekur vefverslun samhliða miðlinum þar sem lögð er áhersla á að segja frá uppruna matvælanna og fólkinu sem framleiðir matinn okkar.
Á Matlandi er meðal annars hægt að kaupa ferskt grænmeti, nauta- og hreindýrakjöt, aðalbláber úr Svarfaðardal, lambakjöt í heilum skrokkum og samsetta pakka með öllu sem þarf í íslenska kjötsúpu.
Vikulegir grænmetiskassar
Nýverið hóf Matland samstarf við nokkra garðyrkjubændur og Sölufélag garðyrkjumanna um vikulega grænmetiskassa sem seldir eru stakir eða í áskrift á vef Matlands. Í kassanum er alltaf það nýjasta og ferskasta sem er í boði á markaðnum hverju sinni, allt eftir uppskerutíma og áherslum. Ásamt því að bjóða hefðbundið grænmeti í kassanum er þar iðulega að finna sjaldgæfari tegundir sem ekki sjást reglulega í verslunum.
Í næsta kassa er t.d. að finna íslenskan hvítlauk og smágulrætur frá Efri-Úlfsstöðum, kartöflusmælki og pak-choi salat frá Garðyrkjustöðinni Kinn.
Áskrifendur geta valið um að fá vikulega kassa, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega. Keyrt er út síðdegis á fimmtudögum og fram á kvöld til viðskiptavina sem kjósa heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Kaupendur utan þess fá grænmetiskassa Matlands afhenta á afgreiðslustöðum Samskipa um allt land.
„Þetta er ákaflega skemmtilegt samstarf og frá mörgu að segja“
Tjörvi Bjarnason er útgefandi Matlands og hefur síðustu mánuði unnið að uppbyggingu vefverslunar Matlands:
„Við finnum að það er mikill áhugi hjá neytendum að kaupa matvörur þar sem uppruninn er á tæru. Á Matlandi kynnum við framleiðendur sérstaklega og segjum frá hvernig varan verður til. Við erum í samstarfi við nokkra bændur sem við leggjum traust okkar á og mælum með.
Þetta er ákaflega skemmtilegt samstarf og frá mörgu að segja. Allsstaðar leynast góðar sögur og það eru líka mikil verðmæti fólgin í því fyrir framleiðendur að segja frá hvað þeir leggja áherslu á í sínu starfi.“
Samvinna við Pylsumeistarann
Matfélagið ehf., sem rekur Matland, er með útgefið starfsleyfi fyrir vefverslun með matvæli frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Helsti samstarfsaðili Matlands er Sigurður Haraldsson, kjötmeistari Íslands og eigandi Pylsumeistarans. Lager Matlands er í húsnæði hans í Kópavogi og vöruafhending fer fram í verslun Pylsumeistarans á Hrísateig í Reykjavík.
Aðrir samstarfsaðilar eru m.a. sláturhúsið í Brákarey í Borgarnesi, Villt og alið á Hellu, Biobú, Sölufélag garðyrkjumanna og fjöldi bænda víða um land.
Meiri upplýsingar um félagið og efni Matlands er að finna á vefnum www.matland.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur