Starfsmannavelta
Matarbúrið hættir starfsemi á Grandagarði og Kjötkompaní kemur í staðinn
Matarbúrið á Grandagarði 29 hættir starfsemi 21. október næstkomandi, en verslunin hefur boðið upp á allar vörur sem framleiddar eru á býlinu Hálsi í Kjós, nautakjöt, sinnep, krydd, chutney og sultur og að auki lambakjöt frá Seglbúðum og velferðar kjúklingur frá litlu gulu hænunni, bratwurst pylsur lagaðar á staðnum, svo fátt eitt sé nefnt.
Þau Þórarinn Jónsson og Lisa Boije frá Hálsi í Kjós opnuðu Matarbúrið á Grandagarði í ágúst 2015 og þar á undan voru þau með verslunina á bænum í Kjósinni í sex ár. Matarbúrið kemur ekki til með að opna verslunina aftur í Kjósinni, en von er á að þau bjóði kjötunnendum upp á að kaupa vörurnar á matarmörkuðum.
„Þetta er búinn að vera frábær tími hérna á Grandanum, en nú ætlum við að snúa okkur að öðrum skemmtilegum verkefnum. Við þökkum tryggum fastakúnnum fyrir ómetanlegan stuðning og að sjálfsögðu öllum öðrum líka.
Hver veit nema við bændur á Hálsi birtumst af og til á matarmörkuðum borgarinnar í framtíðinni.“
, segir í tilkynningu frá Matarbúrinu.
Kjötkompaní mun opna verslun á Grandagarði 29 í byrjun nóvember. Kjötkompaní er líka staðsett við Dalshraun 13 í Hafnarfirði.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí