Frétt
Matarauður Íslands lýkur nú í byrjun desember 2020
Matarauður Íslands er tímabundið verkefni og lýkur nú í byrjun desember 2020.
„Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum til að efla innviðastoðir matar í ferðaþjónustu með þátttöku allra landshluta, styrkja aðgerðir og áhuga á nærsamfélagsneyslu, styðja við vöru- og þjónustuþróun og tefla fram matarmenningu og sérstöðu íslensks hráefnis.“
Segir í tilkynningu frá Matarauði Íslands.
Umræða og áhugi á matvælum sem auðlind hefur breyst síðustu ár og einkennist meira af tengingu við umhverfisvernd, gæði, menningu og tækifæri.
Hér má sjá samantekt um Matarauð og þau verkefni sem unnið var að.
Um Matarauð Íslands
Megin tilgangur Matarauðs Íslands er annars vegar að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar til að auka þekkingu okkar og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastað. Hins vegar að styrkja matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun. Um er að ræða tímabundið verkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem lýkur í desember 2020. Innihald vefsíðunnar verður áfram aðgengileg eftir þann tíma enda hafsjór af fróðleik sem öllum er heimilt að nýta sér.
Mynd: mataraudur.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana