Food & fun
Matar- og skemmtihátíðin Food and Fun hafin
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, settu í dag matar- og skemmtihátíðina Food and Fun. Viðstaddir setninguna voru þeir erlendu matreiðslumeistarar sem á landinu eru staddir til þess að elda ofan í gesti hátíðarinnar ásamt íslenskum starfsbræðrum og öðrum aðstandendum.
Við setninguna var skorin og síðan snædd tveggja metra löng og sérbökuð Food and Fun-ostakaka. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn og á fjölmörgum veitingastöðum og er á sama tíma og Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.
Food and Fun hátíðin er liður í markaðsstarfi Icelandair, í samstarfi við íslenskan landbúnað, veitingamenn og Reykjavíkurborg. Tilgangur hennar er að kynna gæði íslenskra matvæla og veitingamennsku með nýstárlegum hætti, eins og segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Heimskunnir matreiðslumeistarar frá Bandaríkjunum og Evrópu munu elda ofan í gesti á veitingastöðunum Grillinu, Sigga Hall, Rauðará, Hótel Holti, La Primavera, Einari Ben, Apótekinu, Sjávarkjallaranum, Salti, Skólabrú og Vox.
Á laugardag verður í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu haldin alþjóðleg keppni matreiðslumeistara, sem opin verður öllum áhugamönnum um eldamennsku og matarmenningu. Sérstakur Food and Fun hádegisverður verður í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í boði samgönguráðherra, þar sem nemendur fá að spreyta sig.
Greint frá á Mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?