Food & fun
Matar- og skemmtihátíðin Food and Fun hafin
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, settu í dag matar- og skemmtihátíðina Food and Fun. Viðstaddir setninguna voru þeir erlendu matreiðslumeistarar sem á landinu eru staddir til þess að elda ofan í gesti hátíðarinnar ásamt íslenskum starfsbræðrum og öðrum aðstandendum.
Við setninguna var skorin og síðan snædd tveggja metra löng og sérbökuð Food and Fun-ostakaka. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn og á fjölmörgum veitingastöðum og er á sama tíma og Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.
Food and Fun hátíðin er liður í markaðsstarfi Icelandair, í samstarfi við íslenskan landbúnað, veitingamenn og Reykjavíkurborg. Tilgangur hennar er að kynna gæði íslenskra matvæla og veitingamennsku með nýstárlegum hætti, eins og segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Heimskunnir matreiðslumeistarar frá Bandaríkjunum og Evrópu munu elda ofan í gesti á veitingastöðunum Grillinu, Sigga Hall, Rauðará, Hótel Holti, La Primavera, Einari Ben, Apótekinu, Sjávarkjallaranum, Salti, Skólabrú og Vox.
Á laugardag verður í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu haldin alþjóðleg keppni matreiðslumeistara, sem opin verður öllum áhugamönnum um eldamennsku og matarmenningu. Sérstakur Food and Fun hádegisverður verður í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í boði samgönguráðherra, þar sem nemendur fá að spreyta sig.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






