SSS-Sveitin
Marshall – Veitingarýni
Um miðjan mars opnaði Marshallhúsið eftir allsherjar endurbætur og upplyftingu. Í húsinu er m.a. Nýlistasafnið, Kling og Bang ásamt sýningarsal og vinnustofu Ólafs Elíassonar. Veitingasalurinn er á fyrstu hæðinni. Þar ræður ríkjum Leifur Kolbeinsson sem er einna þekktastur fyrir rekstur La Primavera og Kolabrautina.
Við félagarnir vorum forvitnir, í ljósi frábærra fyrri kynna, að sjá hvað hann bíður upp á í nýjum húsakynnum. Hér er ekki bara ítalskt í boði, það gætir franskra og spænskra áhrifa. Miðjarðarhafsmatreiðsla er vinsæl í dag. Hollusta í fyrirrúmi.
Salurinn er stór, opinn og bjartur án þess þó að vera yfirþyrmandi. Manni líður þægilega hér og útsýnið til hafnarinnar spillir ekki fyrir. Menningarlykt Faxamjölsverksmiðjunar eymir enn er inn í húsið er komið, án þess þó að trufli nokkuð enda var það þáttur hússins frá 1948.
En þessi nýbreytni sem ræður ríkjum hér á landi að breyta gömlum húsum í veitingahús verið hafa bara tekist nokkuð vel hér. Borðbúnaður sem og húsgögn eru gæði í gegn og sómir sér vel. Þá var á borðinu piparkvörn og gróft sjávarsalt sem gestir geta notað til bragðaukningar enda kom á daginn að varlega er farið með krydd í eldhúsinu nema náttúruleg.
Matseðill
„Fyrst kom á borðið nýbakað gott Focaccia brauð og hummus.“
Forréttir
„Marineraðar gullkarfasneiðar, varlega kryddaðar þannig að fiskurinn fékk að njóta sín. Ferskt og fínt.“
„Ferskleikinn í fyrirrúmi og engu ofaukið.“
„Virkilega góð samsetning. Volgur geitaosturinn sem er upprunninn frá Frakklandi gaf bragðmiklum réttinum unaðslegan karakter. Bráðnaði í munni.“
Aðalréttir
„Í heimalöguðu pastanu mátti finna humar, hörpuskel og risarækjur. „Nduja“ er (ítölsk), gerjuð svínapylsa, krydduð m. a. með chili sem gefur réttinum gott, sterkt og afgerandi bragð.“
„Góð eldun. Hér ræður einfaldleikinn og ferskt hráefnið fær að njóta sín til fulls.“
„Mátulega eldað, kjötið meyrt og gott. Beiskjan í kálinu og balsamedikið gaf þessum rétti ferskan og suðrænan blæ.“
Eftirréttir
„Uppskriftin af þessari köku fann Leifur á Spáni. Hún er öðruvísi en aðrar ostakökur, virkilega góð og þarfnast einskis meðlætis.“
„Þessi var ekta, súkkulaðibragðið ekki of yfirgnæfandi.“
„Einfalt og gott. Pístasíubragðið gerði kökuna virkilega ljúfa.“
Niðurstaða
Á Marshall fær hráefnið að njóta sín. Engar bragðsprengjur og ekkert verið að yfirhlaða réttina með ónauðsynlegum aukaatriðum. Einfaldleikinn getur oft verið bestur eins og sannast hér.
Þjónustan var fagleg og fumlaus, var til staðar þegar á þurfti að halda. Við fengum nóg af diskum til að deila sem er gott þegar smakka á fleiri rétti í einu.
Við óskum Leifi til hamingju með nýjan og glæsilegan stað.
Við gengum sælir og sáttir út í sumarnóttina.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins