Frétt
Marsfundur KM í máli og myndum
Marsfundur Klúbbs Matreiðslumeistara var haldinn 6. mars s.l. í boði Sölufélags Garðyrkjumanna (SFG) Brúarvogi 2 í Reykjavík.
Í félaginu eru um 70 garðyrkjubændur. Félagið er vel rekið, enda skilar um 90 prósent af heildsöluverði vörunnar sér til framleiðenda.
Nokkrir garðyrkjubændur voru á staðnum og kynntu sína framleiðslu. Má þar nefna hjónin Heiðbjörg og Páll frá Hveravöllum í Reykjahverfi í nágrenni Húsavíkur og Edda og Gunnar frá Ártanga í Grímsnesi en þau kynntu frábært úrval af kryddjurtum.
Kokkar staðarins; Egill Ragnarsson og Birgir Rafn Reynisson voru búnir að setja upp glæsilegt veisluborð þar sem íslenskt grænmeti og kryddjurtir var í öndvegi ásamt lamba og nautakjöti.
Með veisluföngunum var boðið upp á gosdrykki ásamt léttvíni sem kynnt var af vínsérfræðingnum Eymari Plédel Jónssyni.
Húshljómsveit var á staðnum og sá um að gera viðburðinn sem glæsilegastan.
Það er stefna SFG að auka samstarf við viðskiptavini og stuðla að aukinni notkun grænmetis, t.d. skaffar það í dag grænmeti fyrir um 1600 leikskólabörn.
Vonandi fær íslensk garðyrkja að njóta sín sem best í framtíðinni og fá skilyrði til þess, t.a.m. með hagstæðu raforkuverði.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari.
Myndir: Hilmar B. Jónsson
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini













