Frétt
Marsfundur KM í máli og myndum
Marsfundur Klúbbs Matreiðslumeistara var haldinn 6. mars s.l. í boði Sölufélags Garðyrkjumanna (SFG) Brúarvogi 2 í Reykjavík.
Í félaginu eru um 70 garðyrkjubændur. Félagið er vel rekið, enda skilar um 90 prósent af heildsöluverði vörunnar sér til framleiðenda.
Nokkrir garðyrkjubændur voru á staðnum og kynntu sína framleiðslu. Má þar nefna hjónin Heiðbjörg og Páll frá Hveravöllum í Reykjahverfi í nágrenni Húsavíkur og Edda og Gunnar frá Ártanga í Grímsnesi en þau kynntu frábært úrval af kryddjurtum.
Kokkar staðarins; Egill Ragnarsson og Birgir Rafn Reynisson voru búnir að setja upp glæsilegt veisluborð þar sem íslenskt grænmeti og kryddjurtir var í öndvegi ásamt lamba og nautakjöti.
Með veisluföngunum var boðið upp á gosdrykki ásamt léttvíni sem kynnt var af vínsérfræðingnum Eymari Plédel Jónssyni.
Húshljómsveit var á staðnum og sá um að gera viðburðinn sem glæsilegastan.
Það er stefna SFG að auka samstarf við viðskiptavini og stuðla að aukinni notkun grænmetis, t.d. skaffar það í dag grænmeti fyrir um 1600 leikskólabörn.
Vonandi fær íslensk garðyrkja að njóta sín sem best í framtíðinni og fá skilyrði til þess, t.a.m. með hagstæðu raforkuverði.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari.
Myndir: Hilmar B. Jónsson
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles













