Bragi Þór Hansson
Mark Lundgaard – Gallery Restaurant á Hótel Holti – Veitingarýni – F&F
Það þarf nú varla að kynna Gallery Restaurant á Hótel Holti. Í ár fengu þeir Friðgeir Ingi og félagar á Gallery Restaurant til sín danska kokkinn Mark Lundgaard. Mark er yfirkokkur á veitingastaðnum Kong Hans Kælder í Kaupmannahöfn. Þar eru þeir með klassíska franska matargerð og passar því maðurinn vel inn í umhverfið hjá þeim á Gallery Restaurant.
Fyrsti réttur á matseðlinum var:
Frekar bragðmildur en góður réttur. Okkur fannst að sellerírótin væri of mikill hluti af heildarbragðinu í réttinum og var aðeins að ræna hásætinu af ostrunum sem voru virkilega góðar. Framsetningin var falleg en kannski örlítið litlaus.
Næsti réttur var:
Þessi réttur var toppurinn. Okkur fannst það ekki við hæfi á svona fínum veitingastað að sleikja diskinn þannig við ákváðum að sleppa því, en við vorum báðir sammála um það að þennan rétt væri erfitt að toppa.
Fallegur, góður á bragðið og vel eldaður réttur.
Aðalrétturinn var svo:
Mjög góður balance í þessum rétt, gljáinn var virkilega góður.
Að lokum var það:
Þegar við brutum skelina á tartinu lak þetta æðislega volga súkkulaði á diskinn hjá okkur sem svo blandaðist við ísinn og sýrðu hýbenurósirnar. Þetta er eftirréttur að mínu skapi. Fullkominn endir á þessu kvöldi.
Eftir máltíðina fengum við aðeins að líta inní eldhús hjá þeim og smelltum nokkrum myndum af þeim.
Takk kærlega fyrir okkur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann