Vertu memm

Keppni

Manuel nýkrýndur Vínþjónn ársins 2023

Birting:

þann

Klúbbur framreiðslumeistara

Manuel nýkrýndur Vínþjónn ársins 2023

Nú er nýlokin keppnin um Vínþjónn ársins 2023, sem má nú líka kalla Íslandsmeistaramót Vínþjóna sem fram fór á Grand Hótel sl sunnudag.

Manuel Schembri frá Brút stóð uppi sem sigurvegari eftir langan og strembinn dag þar sem keppendur glímdu við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttvíni og staðfestingu á sterk víni ásamt umhellingu, kampavíns serveringu, matar og vínpörun, leiðréttingu kokteillista og svo munnlegu blindsmakki af rauðvíni ásamt bjór þraut, öll keppnin fór fram á ensku.

Oddný Ingólfsdóttir frá Sumac lenti í öðru sæti og Lind Ólafsdóttir frá Moss í því þriðja.

Dómarar voru:

Alba E. H. Hough

Peter Hansen

Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Vínþjónasamtökin óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn og Grand Hóteli kærlega fyrir að lána sér aðstöðu og frábæra þjónustu.

Ertu búin/n að skrá þig í Vínþjónasamtökin?

Nýir meðlimir geta skráð sig í Vínþjónasamtökin með því að senda fullt nafn og kennitölu í tölvupóst á [email protected]

Árgjald Vínþjónasamtakanna er 4.800.-

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið