Frétt
Mansal hjá vínræktendum

Mynd frá aðgerðum lögreglu
Alls voru 704 víngarðar til rannsókna.
Algengur er sá misskilningur að mansal taki eingöngu til kvenna og að hugtakið feli einungis í sér kynlífsþrælkun. Svo er ekki. Mansal er mun víðtækara hugtak og tekur jafnt til karla sem kvenna. Mansali hefur verið lýst sem „þrælahaldi án hlekkja“.
Nú nýlega gerði evrópulögreglan Europol samræmda aðgerð víðsvegar um Evrópu gegn mansali hjá vínræktendum, en tæplega 2050 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum.
Löggæsluyfirvöld í hverju landi, þ.e. í Búlgaríu, Kýpur, Finnlandi, Ítalíu, Lettlandi, Hollandi og á Spáni framkvæmdu eftirlit á vinnustöðum hjá vínræktendum þar sem fókuserað var að vinnuaðstæðum starfsmanna.
Í aðgerðunum voru 12 handteknir, 8 í Frakklandi og 4 á Spáni. 54 grunaðir um mansal, eða 27 í Frakklandi, 21 á Ítalíu, 2 í Lettlandi, 4 á Spáni.
269 manns voru fórnarlömb, þar af 81 vegna mansals, 17 á Kýpur, 91 í Frakklandi, 134 á Ítalíu, 24 á Spáni og 3 í Lettlandi.
Alls voru 704 víngarðar til rannsókna.
Hér er um að ræða vel heppnaða aðgerð sem skilaði um 5 milljónum evra í skaðabætur fyrir fórnarlömb og yfirvöld.
Myndir: europa.eu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?








