Vertu memm

Frétt

Mansal hjá vínræktendum

Birting:

þann

Alls voru 704 víngarðar til rannsókna

Mynd frá aðgerðum lögreglu
Alls voru 704 víngarðar til rannsókna.
Algengur er sá misskilningur að mansal taki eingöngu til kvenna og að hugtakið feli einungis í sér kynlífsþrælkun. Svo er ekki. Mansal er mun víðtækara hugtak og tekur jafnt til karla sem kvenna. Mansali hefur verið lýst sem „þrælahaldi án hlekkja“.

Nú nýlega gerði evrópulögreglan Europol samræmda aðgerð víðsvegar um Evrópu gegn mansali hjá vínræktendum, en tæplega 2050 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum.

Löggæsluyfirvöld í hverju landi, þ.e. í Búlgaríu, Kýpur, Finnlandi, Ítalíu, Lettlandi, Hollandi og á Spáni framkvæmdu eftirlit á vinnustöðum hjá vínræktendum þar sem fókuserað var að vinnuaðstæðum starfsmanna.

Í aðgerðunum voru 12 handteknir, 8 í Frakklandi og 4 á Spáni. 54 grunaðir um mansal, eða 27 í Frakklandi, 21 á Ítalíu, 2 í Lettlandi, 4 á Spáni.

269 manns voru fórnarlömb, þar af 81 vegna mansals, 17 á Kýpur, 91 í Frakklandi, 134 á Ítalíu, 24 á Spáni og 3 í Lettlandi.

Alls voru 704 víngarðar til rannsókna.

Hér er um að ræða vel heppnaða aðgerð sem skilaði um 5 milljónum evra í skaðabætur fyrir fórnarlömb og yfirvöld.

Myndir: europa.eu

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið