Frétt
Málmstykki fannst í pítsu
Matvælastofnun varar við tiltekinni lotu af Billys Pan Pizza vegna málmstykkis sem fannst í vörunni. Fyrirtækið Innnes flytur inn pítsuna og dreifir henni í verslanir um allt land. Fyrirtæki hefur innkallað vöruna með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Billys
- Vöruheiti: Pan Pizza Peperoni
- Best fyrir dagsetning: 09.06.2021
- Strikamerki: 7310960718116
- Nettómagn: 170g
- Geymsluskilyrði: Frystivara
- Framleiðandi: Gunnar Dafgård AB
- Framleiðsluland: Svíþjóð
- Innflytandi: Innnes ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík
- Dreifing: Bónus og Hagkaup um land allt, Krónan um land allt, Krambúðin, Kjörbúðin og Nettó um land allt, Extra í Keflavík, Akureyri og Barónstíg, Heimkaup, Hlíðarkaup, Fjarðarkaup, Þín Verslun, Verslunin Rangá, Kríuveitingar, N1 Nesti Hringbraut, Skerjakolla ehf, Albína, Kaupfélag Skagfirðinga, Góður Kostur, Verslunin Urð og Verslun Kassans á tímabilinu 6.11.2020 – 19.01.20.
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn nýrri vöru. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Innness ehf. í síma 532 4000 eða í gegnum netfangið ts hjá innnes.is.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum
-
Nemendur & nemakeppni3 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Frétt3 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara
-
Frétt2 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps