Viðtöl, örfréttir & frumraun
Majó með Pop-Up á Hótel Vesturlandi
Það þarf vart að kynna lesendum Veitingageirans fyrir Majó á Akureyri í Laxdalshúsinu, þar sem sushi-meistarinn Magnús Jón Magnússon hefur skapað sér nafn fyrir vandaðan mat og einstaka stemningu.
Laugardaginn 25. október verður Majó með sérstakt Pop-Up kvöld á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi. Þar gefst gestum tækifæri til að upplifa frábært sushi og spennandi rétti í notalegu umhverfi hótelsins.
Hótel Vesturland býður einnig upp á sértilboð í tilefni kvöldsins, þar sem standard herbergi fyrir tvo með morgunmat og aðgangi að spa kostar einungis 24.900 krónur.
Einstakt tækifæri til að njóta góðs matar, drykkja og afslöppunar í frábærri stemningu.
Frekari upplýsingar og bókanir: [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað







