Frétt
Lúpína án skýrra leiðbeininga: Brotalöm í innflutningi matvara

Á myndinni má sjá æta lúpínu af tegundinni Lupinus albus, oft kallaða hvíta eða albus-lúpínu, sem er notuð í matargerð, meðal annars í vegan- og grænmetisrétti.
Matvælastofnun varar við neyslu á lúpínu án réttra notkunarleiðbeininga. Blóm í eggi – heilsuvörur hafa innkallað lúpínu í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vegna skorts á leiðbeiningum. Lúpína inniheldur af náttúrunnar hendi alkalóíða sem geta valdið eitrunareinkennum ef hún er ekki matreidd á réttan hátt. Nauðsynlegt er því að umbúðir séu merktar með skýrum notkunarleiðbeiningum.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum Evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.
Einungis er verðið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Nativo
- Vöruheiti: Chochos / altramuches
- Strikamerki: 8426967070245
- Lotunúmer: M0624
- Nettómagn: 500 g
- Framleiðsluland: Perú
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Blóm í eggi – heilsuvörur, Laugavegi 178, 105 Reykjavík.
- Dreifing: Eingöngu selt í verslun og í vefverslun Blóms í eggi – heilsuvara.
Leiðbeiningar til neytenda
Viðskiptavinum er bent á að neyta ekki vörunnar heldur farga henni. Einnig er hægt að skila henni í verslun Blóms í eggi – heilsuvara.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar





