Starfsmannavelta
Loka veitingastaðnum eftir aðeins tvo mánuði í rekstri
Veitingastaðurinn Eldhús Akureyri sem staðsettur er við Furuvellir 7 hefur verið lokaður, en í tilkynningunni segir:
„Matsmiðjunni / Eldhús Akureyri hefur verið lokað og ekki er hægt að leggja inn pantanir fyrir mat í gegnum síma eða heimasíðu fyrirtækisins.“
Matsmiðjan var seld fyrir rúmlega 2 mánuðum síðan af Sölva Antonssyni matreiðslumeistara og var nafninu Matsmiðjan breytt í Eldhús Akureyri.
Eldhús Akureyri bauð upp á hádegishlaðborð, bakkamat, fyrirtækja og mötuneytaþjónustu. Eldhús Akureyri rekur einnig mötuneytið fyrir nemendur og kennara í VMA, en ekki er vitað að svo stöddu hvernig rekstur Eldhús Akureyrar er á mötuneytinu.
Á heimasíðu kea.is kemur fram að eignarhlutur KEA er 40% í Eldhúsi Akureyrar ehf.
Í tilkynningu á akureyri.is kemur fram að samkomulag hefur náðst um að Vitinn Mathús eldi mat fyrir viðskiptavini velferðarsviðs tímabundið en heimsendur matur var í síðasta sinn afgreiddur frá Eldhúsi Akureyrar (Matsmiðjunni ehf) í gær.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







