Starfsmannavelta
Loka veitingastaðnum eftir aðeins tvo mánuði í rekstri
Veitingastaðurinn Eldhús Akureyri sem staðsettur er við Furuvellir 7 hefur verið lokaður, en í tilkynningunni segir:
„Matsmiðjunni / Eldhús Akureyri hefur verið lokað og ekki er hægt að leggja inn pantanir fyrir mat í gegnum síma eða heimasíðu fyrirtækisins.“
Matsmiðjan var seld fyrir rúmlega 2 mánuðum síðan af Sölva Antonssyni matreiðslumeistara og var nafninu Matsmiðjan breytt í Eldhús Akureyri.
Eldhús Akureyri bauð upp á hádegishlaðborð, bakkamat, fyrirtækja og mötuneytaþjónustu. Eldhús Akureyri rekur einnig mötuneytið fyrir nemendur og kennara í VMA, en ekki er vitað að svo stöddu hvernig rekstur Eldhús Akureyrar er á mötuneytinu.
Á heimasíðu kea.is kemur fram að eignarhlutur KEA er 40% í Eldhúsi Akureyrar ehf.
Í tilkynningu á akureyri.is kemur fram að samkomulag hefur náðst um að Vitinn Mathús eldi mat fyrir viðskiptavini velferðarsviðs tímabundið en heimsendur matur var í síðasta sinn afgreiddur frá Eldhúsi Akureyrar (Matsmiðjunni ehf) í gær.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss