Starfsmannavelta
Loka veitingastaðnum eftir aðeins tvo mánuði í rekstri
Veitingastaðurinn Eldhús Akureyri sem staðsettur er við Furuvellir 7 hefur verið lokaður, en í tilkynningunni segir:
„Matsmiðjunni / Eldhús Akureyri hefur verið lokað og ekki er hægt að leggja inn pantanir fyrir mat í gegnum síma eða heimasíðu fyrirtækisins.“
Matsmiðjan var seld fyrir rúmlega 2 mánuðum síðan af Sölva Antonssyni matreiðslumeistara og var nafninu Matsmiðjan breytt í Eldhús Akureyri.
Eldhús Akureyri bauð upp á hádegishlaðborð, bakkamat, fyrirtækja og mötuneytaþjónustu. Eldhús Akureyri rekur einnig mötuneytið fyrir nemendur og kennara í VMA, en ekki er vitað að svo stöddu hvernig rekstur Eldhús Akureyrar er á mötuneytinu.
Á heimasíðu kea.is kemur fram að eignarhlutur KEA er 40% í Eldhúsi Akureyrar ehf.
Í tilkynningu á akureyri.is kemur fram að samkomulag hefur náðst um að Vitinn Mathús eldi mat fyrir viðskiptavini velferðarsviðs tímabundið en heimsendur matur var í síðasta sinn afgreiddur frá Eldhúsi Akureyrar (Matsmiðjunni ehf) í gær.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar







