Frétt
Loftslagsmál og aukin fjölbreytileiki í matvælaframleiðslu áherslumál í fjárlagafrumvarpi
Á málefnasviði landbúnaðar er meðal annars gert ráð fyrir eftirfarandi verkefnum:
- Fjárheimild málaflokksins verði aukin um 75 m.kr. til loftslagsaðgerða í landbúnaði.
- Verkefni tengd vörnum gegn sýklalyfjaónæmi
- Mótun og framfylgni á heildstæðri áætlun um vöktun og ábyrga nýtingu lands.
- Kolefnishlutleysi nautgriparæktar fyrir árið 2040. Sambærileg vinna í gangi fyrir aðrar búgreinar.
- Mótun fæðuöryggisstefnu og aðgerðaáætlun hennar sem og innleiðing landbúnaðar- og matvælastefnu.
- Áframhaldandi þróun á mælaborði landbúnaðarins.
- Unnið verður að heildarendurskoðun á löggjöf um búvöruframleiðslu og að gera regluverk tækni óháð svo unnt sé að veita aukna stafræna þjónustu.
- Þróa gagnagrunna og rafrænar lausnir til að bæta stjórnun og skráningu búfjársjúkdóma og tryggja rekjanleika afurða. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 35 m.kr. í tvö ár til að koma upp heildstæðu upplýsingastjórnunarkerfi hjá Matvælastofnun fyrir opinbert eftirlit með matvælum, fóðri, dýraheilbrigði o.fl. eða svokölluðum gagnaskilagrunni.
Á málefnasviði sjávarútvegs og fiskeldis er áhersla er lögð á að auka samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, að styðja við minni sjávarbyggðir og auka verðmætasköpun. Mikilvægt er að stuðla að aukinni verðmætasköpun og styrkingu stjórnsýslu í fiskeldi.
Þá er meðal annars lögð áhersla á eftirfarandi verkefni:
- Aukinn rekjanleika hráefnis frá veiðum til markaðar og þar með bættan markaðsaðgang fiskafurða
- Endurskoðun framkvæmdar við ráðstöfun atvinnu- og byggðakvóta.
- Nýr fiskeldissjóður var stofnsettur 2021, til styrkingar innviða þar sem fiskeldi er stundað í sjókvíum. Fjárheimild málaflokksins verður aukin um 80,9 m.kr. vegna sjóðsins.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024