Frétt
Listería finnst í reyktum lax og reyktum silungi frá Fisherman ehf.
Matvælastofnun varar við neyslu á reyktum laxi og reyktum silungi frá Fisherman ehf. vegna listeríu sem fannst í tveimur framleiðslulotum. Fyrirtækið hefur haft samband við Matvælastofnun sem fer með eftirlit með fyrirtækinu og upplýst um innköllunina.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Fisherman
- Vöruheiti: Reyktur silungur 300g og hangireyktur lax 250g
- Framleiðandi: Fisherman ehf.
- Framleiðsluland: Ísland
- Geymsluskilyrði: 0-4°C
- Lotunúmer reyktur silungur er 14138 og 14140 / best fyrir dagsetningar: 17.05.22
- Dreifing: Bónus, Nettó, Iceland, Hagkaup, Heimkaup, Melabúðin, Krambúðin og Kjörbúðin
- Lotunúmer á reyktum lax er 14127/ best fyrir 21.05.2022
- Dreifing: Nettó, Iceland, Hagkaup, Heimkaup, Krambúðin og Kjörbúðin
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Neytendur sem hafa í fórum sínum, í kæli eða frysti, pakkningar með ofangreindri dagsetningu eru beðnir að hafa samband við fyrirtækið í síma 4509000.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






