Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í þriðja sinn um allt land
Á morgun laugardaginn 21. september verður Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í þriðja sinn um allt land frá klukkan 11:00 -15:00. Þá munu bændurnir í Yrkju, Syðra-Holti í Svarfaðardal, garðyrkjustöðinni Sólbakka, Ósi í Hörgársveit, Móðir Jörð í Vallanesi á Egilsstöðum og Búland, kúabýli á Hvolsvelli opna dyr sínar fyrir almenningi. Þar að auki verður fjölbreytt dagskrá í Reykjavík á sama tíma á kaffihúsinu Á Bistró í Elliðaárdal.
Yrkja, Syðra-Holti í Svarfaðardal er fjölskyldurekið lífrænt býli með útiræktað grænmeti. Yfir sumarið eru þau með heimasölu, selja grænmetiskassa beint frá býli og halda ýmsa viðburði. Garðyrkjustöðin Sólbakki á Ósi í Eyjafirði eru með lífræna útiræktun grænmetis og heimasölu á haustin. Móðir Jörð í Vallanesi leggur stund á kornrækt og fjölbreytta ræktun grænmetis ásamt tegerð. Ferskt grænmeti og fullunnar matvörur fyrir verslanir og veitingahús.
Á staðnum er rekin verslun og veitingahús með grænmetisfæði. Á Búlandi í Austur-Landeyjum reka Guðmundur Ólafsson og Guðný Halla Gunnlaugsdóttir lífrænt mjólkurbú og framleiða mjólk fyrir Biobú.
Á kaffihúsinu Á Bistró í Elliðaárdal verða framleiðendur frá Biobóndanum, Akri, Villimey, Biobú, Eyði-Sandvík, Neðri-Háls og Steinaborg með sýnishorn af vörum frá sér. Þar að auki verður fyrirlestraröð sem hefst klukkan 12:15 þar sem eftirtaldir koma fram:
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR, fundarstjóri
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra
Gunnar Bjarnason, kartöflubóndi í Litlu Hildisey í Landeyjum
Anna María Björnsdóttir, verkefnastjóri Lífræna dagsins
Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, Garðyrkjuskólanum Reykjum
Mynd: lifraentisland.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars