Markaðurinn
Létt og loftkennt Ísey skyr Púff / Ísey skyr Púff – létt og loftkennd nýjung
Ísey skyr heldur áfram að gleðja skyrunnendur og kynnir nú spennandi nýjung sem á enga sína líka. Púff er létt og loftkennt skyr sem unnið er með nýrri framleiðsluaðferð en þar er lofti dælt í skyrið í sérstakri vél svo það blæs upp.
„Orðið púff var notað á 19. öld yfir hluti sem búið var að bólstra eða blása upp og fannst okkur tilvalið að gefa nýja Ísey skyrinu þetta skemmtilega nafn,“
segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri hjá MS.
Áferðin á nýja skyrinu er frábrugðin því sem fólk hefur vanist og kemur skemmtilega á óvart en það er bæði létt í munni og maga. Þrjár spennandi bragðtegundir koma á markað í einu og þær eru hver annarri betri: saltkaramella, kaffi og súkkulaði og jarðarber og límóna.
Ísey skyr Púff kemur í nýjum endurvinnanlegum umbúðum en dósin er úr þynnra plasti en áður, með pappahólk utan um og á henni plastlok í stað áloks sem var áður.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






