Markaðurinn
Létt og loftkennt Ísey skyr Púff / Ísey skyr Púff – létt og loftkennd nýjung
Ísey skyr heldur áfram að gleðja skyrunnendur og kynnir nú spennandi nýjung sem á enga sína líka. Púff er létt og loftkennt skyr sem unnið er með nýrri framleiðsluaðferð en þar er lofti dælt í skyrið í sérstakri vél svo það blæs upp.
„Orðið púff var notað á 19. öld yfir hluti sem búið var að bólstra eða blása upp og fannst okkur tilvalið að gefa nýja Ísey skyrinu þetta skemmtilega nafn,“
segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri hjá MS.
Áferðin á nýja skyrinu er frábrugðin því sem fólk hefur vanist og kemur skemmtilega á óvart en það er bæði létt í munni og maga. Þrjár spennandi bragðtegundir koma á markað í einu og þær eru hver annarri betri: saltkaramella, kaffi og súkkulaði og jarðarber og límóna.
Ísey skyr Púff kemur í nýjum endurvinnanlegum umbúðum en dósin er úr þynnra plasti en áður, með pappahólk utan um og á henni plastlok í stað áloks sem var áður.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?