Pistlar
Langa leiðin á Global Chef Challenge – Kafli 1
Vaknað um morguninn og farið í veitingasalinn upp á von og óvon, reyndist bara vel eða var það bara hungrið í mér .Notið þess að dallurinn mallaði inn til Riga og komið í land um 11 leitið.
Í land og Gissur tollurinn lét mig alveg í friði ,út í bíl og brunað upp á Hótelið Avalon, www.hotelavalon.eu sem auglýsir sig sem Hótel ársins í Riga inn og byrjað að tékka inn og ef þið haldið að hremmingar mínar væru yfirstaðnar þá er það rangt, því unga stúlkan í móttökunni svolítið önug og heimtar vegabréf mitt, en úps ég finn hvergi vegabréfið og byrja að svitna.
Segi henni það og hún segir strax þá kemst þú ekki inn á hótelið, en sem betur fer kemur annar starfsmaður að og spyr hvað sé vandamálið.
Ég segi honum það og hann kallar á öryggisvörð og sá fer inn í herbergi til spóla til baka til að sjá númer á bílnum sem ég kom, á meðan ráfa ég í einhverju reiðileysi en þá finnst mér einsog hvíslað sé í eyra mitt farðu út á plan og af rælni þá geri ég það og viti menn þegar ég er kominn út á planið sé ég hvar vegabréfið mitt liggur á miðju planinu, næ ég í það og inn og segi þeim það, daman varð enn fíldari því það kostaði að hún þurfti að fara að vinna.
Og það get ég sagt ykkur að í fyrsta sinn í 5 ár kom upp í huga mínum GT en í þetta sinn varð ég bara að láta hugsunina nægja.
Fékk herbergi á 8 hæð með flottu útsýni og út um gluggann minn sá ég næsta áfangastað minn .Fór niður og fékk mér Lunch og merkilegt nokk þá var maturinn frábær ,og þá varð ástandið á mér eins og læknar myndu segja að það væri stöðugt .
Fór út og hinumegin við hljóðmönina var rútubílastöðin sem ég hafði séð út um gluggann á hótelherberginu og verslaði miða og labba síðan um hverfið fór inn í Stockmann og labbaði siðan að Þjóðleikhúsi Riga en þaðan byrja útsynisferðir með rútu,var búin að bíða smástund renndi rúta í hlaðið og út koma Íslendingar og var eins og maður væri á Laugaveginum en ekki í miðborg Riga.
Svo kom rútan sem ég ætlaði með ,upp á efra dekk, sett á sig heyrnatólin og öllu gleymt í 1 tima nema það sem hljómaði í heyrnatækinu,skemmtileg og falleg borg.Skundaði heim á hotel og afréð að fá mér kvöldmat þar ,þar sem maturinn í hádeginu hafði verið góður og ekki brást kokkinum bogalistin því maturinn var sá besti hingað til í ferðinni, skundað upp á herbergi saddur og glaður í koju, því næsti dagur skildi tekinn snemma.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana