Nemendur & nemakeppni
Landsliðsmenn heimsóttu grunndeild matvæla- og ferðagreina
Nýverið komu tveir úr landsliði kjötiðnaðarmanna, Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson, í heimsókn í grunndeild matvæla- og ferðagreina Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) og kynntu kjötiðnaðargreinina og sýndu úrbeiningu og pylsugerð.
Einnig sögðu þeir frá stofnun landsliðs kjötiðnaðrmanna sem var fullskipað í byrjun þessa árs og stefnir á að taka þátt í heimsmeistarakeppni í kjötskurði í september á næsta ári og taka þátt í öðrum verkefnum í náinni framtíð.
Rúnar Ingi starfar sem gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði en Jónas er sjálfstætt starfandi kjötiðnaðarmaður og bóndi á Syðri-Leikskálaá í Þingeyjarsveit.
Fleiri fréttir af Landsliði Kjötiðnaðarmanna hér.
Myndir: vma.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum