Vertu memm

Keppni

Landsliðskokkurinn Garðar Kári kom sá og sigraði

Birting:

þann

Kokkakeppni - Local Food á Akureyri

F.v. Jónas Jóhannsson (2. sæti), Kolbrún Hólm (3.-4 sæti), Johnny Stanford (3.-4 sæti) og Garðar Kári Garðarsson (1. sæti). Á myndina vantar Mark Devonshire.

Nú rétt í þessu var kokkakeppnin klárast, en hún var haldin á hinni stórglæsilegri sýningu Local Food í Íþróttahöllinni á Akureyri.  Fimm kokkar kepptu í mistery basket fyrirkomulaginu með grunnhráefninu lax, hlýra og rækjur.

Kokkakeppni - Local Food á Akureyri

Dómarar að störfum.
F.v. Gissur Guðmundsson, Snæbjörn Kristjánsson og Sigurvin Gunnarsson

Keppendur höfðu klukktíma til að skila fjórum diskum til dómarana en þeir voru Gissur Guðmundsson, Snæbjörn Kristjánsson og Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistarar.  Það var Garðar Kári Garðarsson yfirmatreiðslumaður á Strikinu og meðlimur í Kokkalandsliðinu sem sigraði keppnina.

Úrslit urðu:

1. sæti Garðar Kári Garðarsson – Strikið
2. sæti Jónas Jóhannsson – Rub23
3.-4.sæti Kolbrún Hólm – Gistihúsið Egilstöðum
3.-4 Sæti Johnny Stanford – The Pass Restaurant

Kokkakeppni - Local Food á Akureyri

Garðar Kári að leggja lokahönd á réttina

Kokkakeppni - Local Food á Akureyri

Verðlaunarétturinn

 

 

Myndir: Kristinn

 

Auglýsingapláss

Kristinn Jakobsson lærði fræðin sín á Bautanum og útskrifaðist árið 2005 og 2008 sem matreiðslumeistari. Kristinn hefur starfað á Bautanum, Strikinu, Gamla Bauk á Húsavík, Lostæti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hafa samband við Kristinn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið