Food & fun
La primavera – Food and Fun 2019
Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari heimsækir nokkra veitingastaði sem taka þátt í Food and Fun hátíðinni næstu daga og féllst á að leyfa lesendum Veitingageirans.is að njóta þess með sér.
La primavera
La primavera, eða Vorið eftir Sandro Botticelli, er nafnið á einu þekktasta málverki Ítalíu, um fá verk hefur verið meira skrifað um enda verkið fallegt.
Á Íslandi höfum við líka átt okkar La Primavera eða frá árinu 1996 og ég held að hægt sé að segja að okkar La Primavera hafi verið eitt af betur þekktum veitingahúsum landsins. Staðnum var lokað um 2011 og nú er búið að dusta rykið af þessu sögufræga nafni, Leifur er kominn aftur.
Leifur Kolbeinsson á og rekur staðinn eins og áður og það er frábært að vita að hann hafi ákveðið að lífga uppá gamla Marshal húsið og það á 25 ára afmæli staðarins.
Ég var spenntur fyrir því að sjá hvað staðurinn hafði upp á að bjóða. Þar var ein ung dama, Rita Chen ættuð frá Taiwan, í forystu sem er gestakokkur þeirra á Food & Fun. Ég fann það strax þegar ég kom inn að hér voru skemmtilegir hlutir í gangi, stemmingin góð og glaðleg, það var spenna í loftinu.
Rita Chen, eins og svo margir aðrir góðir matreiðslumenn, hefur þvælst víða um Evrópu en er núna búset í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur starfað víða. Núna er hún í ábyrgð fyrir eldhúsi á litlum veitingastað í Kaupmannahöfn, Manfreds.
Ég átti gott spjall við Ritu og hún sagði mér að hún hefði fljótt heillast af matarmenningu norðursins og því sem þar er að gerast þegar hún kom til Kaupmannahafnar. Hún elskar að nýta sér frábær hráefni sem skandinavíska náttúran hefur upp á að bjóða og að sjálfsögðu með asísku ívafi.
Matseðilinn hjá henni er hvorki langur né flókinn en henni hefur tekist á hreint undraverðan hátt að flétta saman einföld krydd og hráefni svo úr verður einn afbragðs bragðlauka rússíbani.
Í þessa heimsókn tók ég með mér ungan mataráhugamann og bað um að punkta hjá sér sína upplifun. Ég fékk að stelast aðeins í það sem hann skrifaði sem var áhugavert og hér eru nokkrar setningar:
Forréttur: Einstakt og ástríðufullt. Þessi réttur er gerður af manneskju sem hefur áhuga á framþróun og nýjungum á skandinavísku hráefni, ótrúleg vegferð og þvílík skemmtun.
Aðalréttur: Frábært!! Í alla staði. Að það þurfi Taiwan búa búsettan í Danmörk til að sýna mér hvernig íslenskt lamb á í raun að smakkast er ótrúlegt. Ég er yfir mig hrifinn af þessu lambi.
Eftirréttur: Frábær endir. Passar fullkomlega fyrir þá sem eru sjávarréttar perrar.
Upplifun: „Þó svo að ég hafi ekki neina sérstaka þekkingu á mat þá er þetta væntanlega ein mín allra besta matarupplifun.“
Svo mörg voru þau orð hjá félaga mínum sem var mjög sáttur við þessa heimsókn.
Ég heyrði að það verður þétt setinn bekkurinn núna um helgina svo að það er best að tryggja sér borð tímalega.
Lifið heil.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?