Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

La Barceloneta tók þátt í hinni virtu matarhátíð Gastronomika 2025 – Myndir

Birting:

þann

La Barceloneta tók þátt í hinni virtu matarhátíð Gastronomika 2025 - Myndir

Lönd og veitingastaðir sem hlutu viðurkenningu ICEX og tóku þátt í hátíðinni Gastronomika 2025 (talið frá vinstri til hægri):
Ítalía: Otra Vez, Víetnam: Tomatito Saigon, Laos: Pimentón, Ástralía: Born, Malta: Tapea, Holland: Sevilla, Ungverjaland: Asador, Ísland: La Barceloneta.

Matreiðslumennirnir Dagur Pétursson og Daniel Crespo frá veitingastaðnum La Barceloneta í Reykjavík tóku nýverið þátt í hinni virtu matarhátíð Gastronomika 2025 sem haldin var í San Sebastián á Spáni dagana 6.–8. október.

La Barceloneta tók þátt í hinni virtu matarhátíð Gastronomika 2025 - Myndir

Matreiðslumennirnir Dagur Pétursson og Daniel Crespo frá veitingastaðnum La Barceloneta í Reykjavík sóttu masterclass-námskeið og fyrirlestra með nokkrum fremstu matreiðslumönnum heims.
Dagur Pétursson ásamt Pedro Subijana, yfirkokki á veitingastaðnum Akelare í San Sebastián á Spáni, sem státar af þremur Michelin-stjörnum.

La Barceloneta var sérstaklega valin til þátttöku af spænskum stjórnvöldum ásamt fáeinum öðrum veitingastöðum sem hlotið hafa viðurkenningu ICEX fyrir framúrskarandi spænska matargerð.

Sjá einnig: La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu

Staðurinn er sá fyrsti á Íslandi til að hljóta þessa eftirsóttu viðurkenningu, sem staðfestir gæði og alvöru spænskrar matargerðarlistar í hjarta Reykjavíkur.

La Barceloneta tók þátt í hinni virtu matarhátíð Gastronomika 2025 - Myndir

Nieves Barragán og Elena Arzak.
Nieves Barragán er yfirkokkur á veitingastaðnum Sabor í London í Bretlandi, sem státar af einni Michelin-stjörnu.
Elena Arzak er yfirkokkur á veitingastaðnum Arzak í Donostía á Spáni, sem hefur þrjár Michelin-stjörnur.

Gastronomika 2025 er ein virtasta matarráðstefna Evrópu og dregur til sín fremstu matreiðslumenn heims sem deila þar þekkingu, nýjustu straumum og hugmyndum um hvernig hefðir og nýsköpun geta eflt matarmenningu framtíðarinnar.

La Barceloneta tók þátt í hinni virtu matarhátíð Gastronomika 2025 - Myndir

Carlos Maldonado ásamt Degi Péturssyni.
Eini keppandi í MasterChef-heiminum sem hefur hlotið Michelin-stjörnu fyrir sinn eigin veitingastað, Raíces í Talavera de la Reina á Spáni, sem státar af einni Michelin-stjörnu.

„Það var einstakur heiður að fá að taka þátt í þessari hátíð og upplifa skapandi stemningu meðal helstu meistara í heimi matargerðar,“

segja þeir Dagur og Daniel, sem snúa nú heim reynslunni ríkari. Þeir hlakka til að miðla nýrri innblæstri og bragðupplifunum til gesta La Barceloneta, þar sem hinn sanna spænski tapas-andi og gleðin eru alltaf í forgrunni.

La Barceloneta tók þátt í hinni virtu matarhátíð Gastronomika 2025 - Myndir

Jordi Roca, yfirkokkur á veitingastaðnum El Celler de Can Roca í Girona á Spáni, sem státar af þremur Michelin-stjörnum.

La Barceloneta tók þátt í hinni virtu matarhátíð Gastronomika 2025 - Myndir

Martín Berasategui ásamt Degi Péturssyni og Daniel Crespo.
Martín Berasategui er einn virtasti matreiðslumaður Spánar og sá kokkur í heiminum sem hefur flest Michelin-stjörnur samtals.
Veitingastaðir hans eru meðal annars:
Martín Berasategui – Lasarte-Oria, Spáni (3 Michelin-stjörnur)
Lasarte – Barcelona, Spáni (3 Michelin-stjörnur)
M.B. – Tenerife, Spáni (2 Michelin-stjörnur)
Oria – Barcelona, Spáni (1 Michelin-stjarna)
Fifty Seconds Martín Berasategui – Lissabon, Portúgal (1 Michelin-stjarna)
Ola Martín Berasategui – Bilbao, Spáni (1 Michelin-stjarna)
Etxeko Ibiza – Ibiza, Spáni (1 Michelin-stjarna)

Myndir: facebook / La Barceloneta – Reykjavík

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið