Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu

Birting:

þann

La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu

Veitingastaðurinn La Barceloneta hlaut nú á dögunum ICEX viðurkenningu frá spænskum stjórnvöldum, en þessi viðurkenning er merki um að veitingastaðurinn bjóði upp á ekta spænskan mat. Þetta er í fyrsta sinn sem spænskur veitingastaður á Íslandi hlýtur ICEX viðurkenningu.

La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu

Veitingastaðurinn þurfti að ganga í gegnum langt ferli til að hljóta viðurkenninguna eða alls 6 mánuði.  Fyrst komu eftirlitsmenn frá spænskum stjórnvöldum sem skoðuðu veitingastaðinn, innréttingarnar og að sjálfsögðu matinn.

Í kjölfarið þurftu eigendur sýna innkaupin með reikningum síðustu 6 mánuði, að allt hráefni væri frá Spáni, sérstaklega lykilhráefnin í matargerðinni, auk þess að sýna ferilskrá kokkanna, uppskriftir, matseðil, vínseðil, myndir af öllu og fleira.

La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu

Kokkarnir á La Barceloneta. Pedro fyrir miðju.

Eigendur La Barceloneta eru Dagur Pétursson, Zoe Sarsanedas, Albert Muñoz, Pedro López, Elma Backman og Daniel Crespo er Chef de partie.

La Barceloneta, sem staðsettur er í Templarasundi 3 í Reykjavík, býður upp á katalónskar paellur, tapas rétti, Iberískan kjötplatta, kolkrabba á galískan máta svo fátt eitt sé nefnt.

La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu

La Barceloneta býður upp á að fá veisluna senda heim að dyrum

Yfirkokkur La Barceloneta er Pedro, en hann er með nærri 40 ára reynslu af spænskri matargerð að baki og hefur sjálfur átt tvo veitingastaði í Torrevieja.  Pedro elskar að hlusta á “rumba catalana” og “Gipsy kings” þegar hann matreiðir Paellur.

Heimasíða:  labarceloneta.is

Instagram: @la_barceloneta_reykjavik

Myndir: facebook / La Barceloneta – Reykjavík

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið