Viðtöl, örfréttir & frumraun
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
Veitingastaðurinn La Barceloneta hlaut nú á dögunum ICEX viðurkenningu frá spænskum stjórnvöldum, en þessi viðurkenning er merki um að veitingastaðurinn bjóði upp á ekta spænskan mat. Þetta er í fyrsta sinn sem spænskur veitingastaður á Íslandi hlýtur ICEX viðurkenningu.
Veitingastaðurinn þurfti að ganga í gegnum langt ferli til að hljóta viðurkenninguna eða alls 6 mánuði. Fyrst komu eftirlitsmenn frá spænskum stjórnvöldum sem skoðuðu veitingastaðinn, innréttingarnar og að sjálfsögðu matinn.
Í kjölfarið þurftu eigendur sýna innkaupin með reikningum síðustu 6 mánuði, að allt hráefni væri frá Spáni, sérstaklega lykilhráefnin í matargerðinni, auk þess að sýna ferilskrá kokkanna, uppskriftir, matseðil, vínseðil, myndir af öllu og fleira.
Eigendur La Barceloneta eru Dagur Pétursson, Zoe Sarsanedas, Albert Muñoz, Pedro López, Elma Backman og Daniel Crespo er Chef de partie.
La Barceloneta, sem staðsettur er í Templarasundi 3 í Reykjavík, býður upp á katalónskar paellur, tapas rétti, Iberískan kjötplatta, kolkrabba á galískan máta svo fátt eitt sé nefnt.
Yfirkokkur La Barceloneta er Pedro, en hann er með nærri 40 ára reynslu af spænskri matargerð að baki og hefur sjálfur átt tvo veitingastaði í Torrevieja. Pedro elskar að hlusta á “rumba catalana” og “Gipsy kings” þegar hann matreiðir Paellur.
Heimasíða: labarceloneta.is
Instagram: @la_barceloneta_reykjavik
Myndir: facebook / La Barceloneta – Reykjavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?