Viðtöl, örfréttir & frumraun
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
Veitingastaðurinn La Barceloneta hlaut nú á dögunum ICEX viðurkenningu frá spænskum stjórnvöldum, en þessi viðurkenning er merki um að veitingastaðurinn bjóði upp á ekta spænskan mat. Þetta er í fyrsta sinn sem spænskur veitingastaður á Íslandi hlýtur ICEX viðurkenningu.
Veitingastaðurinn þurfti að ganga í gegnum langt ferli til að hljóta viðurkenninguna eða alls 6 mánuði. Fyrst komu eftirlitsmenn frá spænskum stjórnvöldum sem skoðuðu veitingastaðinn, innréttingarnar og að sjálfsögðu matinn.
Í kjölfarið þurftu eigendur sýna innkaupin með reikningum síðustu 6 mánuði, að allt hráefni væri frá Spáni, sérstaklega lykilhráefnin í matargerðinni, auk þess að sýna ferilskrá kokkanna, uppskriftir, matseðil, vínseðil, myndir af öllu og fleira.
Eigendur La Barceloneta eru Dagur Pétursson, Zoe Sarsanedas, Albert Muñoz, Pedro López, Elma Backman og Daniel Crespo er Chef de partie.
La Barceloneta, sem staðsettur er í Templarasundi 3 í Reykjavík, býður upp á katalónskar paellur, tapas rétti, Iberískan kjötplatta, kolkrabba á galískan máta svo fátt eitt sé nefnt.
Yfirkokkur La Barceloneta er Pedro, en hann er með nærri 40 ára reynslu af spænskri matargerð að baki og hefur sjálfur átt tvo veitingastaði í Torrevieja. Pedro elskar að hlusta á “rumba catalana” og “Gipsy kings” þegar hann matreiðir Paellur.
Heimasíða: labarceloneta.is
Instagram: @la_barceloneta_reykjavik
Myndir: facebook / La Barceloneta – Reykjavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað













