Starfsmannavelta
Kumiko úti á Granda og bakaríið á Flúðum hætta rekstri
Hjónin Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir eigendur Sindra Bakari Cafe á Flúðum hafa lokað bakaríinu, en í tilkynningu frá þeim segir að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir bakaríið í því formi sem það er.
Samkvæmt heimildum veitingageirans hefur Sindri bakari tekið við veitingarekstri á hestagarðinum Fákasel í Ölfusi.
Japanska te- og kökuhúsið Kumiko mun hætta rekstri í lok september. Það er Kökulistakonan Sara Hochuli sem opnaði Kumiko á síðari hluta árs 2016. Húsnæði Kumiko, sem áður hýsti Grandakaffi, hefur verið sett á sölu og til greina kemur að „selja rekstrarfélagið sem heldur á leyfum til veitingahúsarekstursins ásamt ýmsum tækjum og tólum sem þurfa til slíks reksturs eftir nánara samkomulagi,“ eins og það er orðað í fasteignaauglýsingunni á visir.is hér.
Mynd: Jan Knüsel
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






