Starfsmannavelta
Kumiko úti á Granda og bakaríið á Flúðum hætta rekstri
Hjónin Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir eigendur Sindra Bakari Cafe á Flúðum hafa lokað bakaríinu, en í tilkynningu frá þeim segir að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir bakaríið í því formi sem það er.
Samkvæmt heimildum veitingageirans hefur Sindri bakari tekið við veitingarekstri á hestagarðinum Fákasel í Ölfusi.
Japanska te- og kökuhúsið Kumiko mun hætta rekstri í lok september. Það er Kökulistakonan Sara Hochuli sem opnaði Kumiko á síðari hluta árs 2016. Húsnæði Kumiko, sem áður hýsti Grandakaffi, hefur verið sett á sölu og til greina kemur að „selja rekstrarfélagið sem heldur á leyfum til veitingahúsarekstursins ásamt ýmsum tækjum og tólum sem þurfa til slíks reksturs eftir nánara samkomulagi,“ eins og það er orðað í fasteignaauglýsingunni á visir.is hér.
Mynd: Jan Knüsel
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið