Starfsmannavelta
Kumiko úti á Granda og bakaríið á Flúðum hætta rekstri
Hjónin Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir eigendur Sindra Bakari Cafe á Flúðum hafa lokað bakaríinu, en í tilkynningu frá þeim segir að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir bakaríið í því formi sem það er.
Samkvæmt heimildum veitingageirans hefur Sindri bakari tekið við veitingarekstri á hestagarðinum Fákasel í Ölfusi.
Japanska te- og kökuhúsið Kumiko mun hætta rekstri í lok september. Það er Kökulistakonan Sara Hochuli sem opnaði Kumiko á síðari hluta árs 2016. Húsnæði Kumiko, sem áður hýsti Grandakaffi, hefur verið sett á sölu og til greina kemur að „selja rekstrarfélagið sem heldur á leyfum til veitingahúsarekstursins ásamt ýmsum tækjum og tólum sem þurfa til slíks reksturs eftir nánara samkomulagi,“ eins og það er orðað í fasteignaauglýsingunni á visir.is hér.
Mynd: Jan Knüsel
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn