Markaðurinn
Kryddaðu tilveruna með kryddsmjöri frá MS
Við tökum fagnandi á móti hækkandi sól og komandi grillsumri með áhugaverðri nýjung í kryddsmjörslínuna frá MS en kryddsmjörið er þetta litla extra sem gerir góðan grillmat að hreinu lostæti.
Kryddsmjör með saltflögum er nýjasta viðbótin í vörulínunni og óhætt að segja að þar sé komið sannkallað sælkerasmjör sem smellpassar í bökuðu kartöfluna, á kjötið, fiskinn og grænmetið.
Samhliða langþráðri nýjung var frískað upp á útlit umbúðanna og hafa neytendur nú val um þrjár tegundir til að töfra fram rétta bragðið hverju sinni en til viðbótar við kryddsmjör með saltflögum bjóðum við upp á kryddsmjör með hvítlaukskryddi og kryddsmjör með blönduðum kryddjurtum.
Gerðu vel við þig og þína og kryddaðu tilveruna á einfaldan hátt með bragðgóðu kryddsmjöri frá MS.
Nánar á www.ms.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.