Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Krispy Kreme til Íslands
Fyrsta Krispy Kreme búðin hér á landi verður opnuð í Hagkaup í Smáralind þann 5. nóvember en Krispy Kreme Inc. og Hagar hf hafa nú undirritað samstarfssamning. Nú þegar starfrækir kleinuhringjarisinn verslanir í um 25 löndum með yfir 1.100 útibúum og hefur Ísland því loks bæst í þennan stóra hóp, fyrst Norðurlandaþjóða.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sent var á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Krispy Kreme býður uppá mikið úrval af kleinuhringjum með allskyns fyllingum, hindberja, súkkulaði, jarðarberja og toppað með kanil, flórsykri, súkkulaðikurli, bláberjum svo fátt eitt sé nefnt. Að auki er í boði margar tegundir af beyglum og meira að segja hafragraut… jammí. Krispy Kreme erm með gott úrval af kaffidrykkjum, Latte, Mokka, Frappuccino, hristingur og eru fjölmargar bragðtegundir í boði. Að lokum eru það Kool creme sem er ís í brauðformi og „Doughnut Sundaes“ sem er ís með uppáhalds kleinuhringnum þínum bragðbætt með karamellu, jarðarberja sósu eða súkkulaði sírópi, þitt er valið.
Vídeó
Í meðfylgjandi á bakvið tjöldin myndbandi má horfa á hvernig Krispy Kreme framleiðir vörurnar sínar:
Kynningarmyndband:
Mynd: krispykreme.com
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn








