Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Krispy Kreme til Íslands
Fyrsta Krispy Kreme búðin hér á landi verður opnuð í Hagkaup í Smáralind þann 5. nóvember en Krispy Kreme Inc. og Hagar hf hafa nú undirritað samstarfssamning. Nú þegar starfrækir kleinuhringjarisinn verslanir í um 25 löndum með yfir 1.100 útibúum og hefur Ísland því loks bæst í þennan stóra hóp, fyrst Norðurlandaþjóða.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sent var á mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Krispy Kreme býður uppá mikið úrval af kleinuhringjum með allskyns fyllingum, hindberja, súkkulaði, jarðarberja og toppað með kanil, flórsykri, súkkulaðikurli, bláberjum svo fátt eitt sé nefnt. Að auki er í boði margar tegundir af beyglum og meira að segja hafragraut… jammí. Krispy Kreme erm með gott úrval af kaffidrykkjum, Latte, Mokka, Frappuccino, hristingur og eru fjölmargar bragðtegundir í boði. Að lokum eru það Kool creme sem er ís í brauðformi og „Doughnut Sundaes“ sem er ís með uppáhalds kleinuhringnum þínum bragðbætt með karamellu, jarðarberja sósu eða súkkulaði sírópi, þitt er valið.
Vídeó
Í meðfylgjandi á bakvið tjöldin myndbandi má horfa á hvernig Krispy Kreme framleiðir vörurnar sínar:
Kynningarmyndband:
Mynd: krispykreme.com
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir1 dagur síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa








