Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kræsingar í anda Frakklands í Bergi á Dalvík
Böggvisbrauð opnaði formlega kaffihús og bakarísbúð í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Boðið er upp ljúffengar kræsingar í anda Frakklands.
Eigendur Böggvisbrauðs eru Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir, en þau búa á Böggvisstöðum sem er bær í Svarfaðardal skammt frá Dalvík.
Sjá einnig:
Böggvisbrauðin úr fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum komin í sölu
Það er nóg að bíta og brenna á Böggvisbrauð café Í Bergi, en staðurinn hefur frá opnun boðið upp á frönsku eggjabökurnar Quiche Lorraine, Böggvisbrauðsamlokur, margar tegundir af súpu dagsins t.a.m. franska lauksúpan, súrdeigssnúða, muffins, smjörkökur, appelsínumarensköku, glútenfría súkkulaðiköku, frönsku kökuna Éclair svo fátt eitt sé nefnt.
Hráefnið í Quiche, súpur og salöt eru annaðhvort lífræn eða lókal.
Til gamans má geta að í fyrra var eldhúsið í Berg endurnýjað:
Mynd af Menningarhúsinu Berg: Smári / veitingageirinn.is
Myndir af eldhúsi og frá formlegum opnunardegi Böggvisbrauðs café: facebook / Menningarhúsið Berg – Instagram: @menningarhusidberg
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin