Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kræsingar í anda Frakklands í Bergi á Dalvík
Böggvisbrauð opnaði formlega kaffihús og bakarísbúð í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Boðið er upp ljúffengar kræsingar í anda Frakklands.
Eigendur Böggvisbrauðs eru Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir, en þau búa á Böggvisstöðum sem er bær í Svarfaðardal skammt frá Dalvík.
Sjá einnig:
Böggvisbrauðin úr fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum komin í sölu
Það er nóg að bíta og brenna á Böggvisbrauð café Í Bergi, en staðurinn hefur frá opnun boðið upp á frönsku eggjabökurnar Quiche Lorraine, Böggvisbrauðsamlokur, margar tegundir af súpu dagsins t.a.m. franska lauksúpan, súrdeigssnúða, muffins, smjörkökur, appelsínumarensköku, glútenfría súkkulaðiköku, frönsku kökuna Éclair svo fátt eitt sé nefnt.
Hráefnið í Quiche, súpur og salöt eru annaðhvort lífræn eða lókal.
Til gamans má geta að í fyrra var eldhúsið í Berg endurnýjað:
Mynd af Menningarhúsinu Berg: Smári / veitingageirinn.is
Myndir af eldhúsi og frá formlegum opnunardegi Böggvisbrauðs café: facebook / Menningarhúsið Berg – Instagram: @menningarhusidberg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya















