Vertu memm

Frétt

Konur kunna ekki að elda

Birting:

þann

Konur elda

Það eru heldur kaldar kveðjurnar sem konur fá í frétt sem birtist í Mogganum í dag. Það er hann Gordon Ramsey sem lætur breskar konur fá það óþvegið í eftirfarandi frétt:

Gordon Ramsay

Gordon Ramsay

Sjónvarpskokkurinn og veitingastaðaeigandinn frægi, Gordon Ramsay, hefur látið þau orð falla að konur „gætu ekki eldað þó líf þeirra lægi við“. Bætti hann því við að þær væru líklegri til þess að geta blandað hanastél. Í viðtali við breska tímaritið Radio Times sagði Ramsay konur aðallega bjóða upp á tilbúna rétti, þ.e. rétti sem fást þegar eldaðir úti í matvöruversluninni.

Gordon segist hafa heimsótt fjölda heimila á ferð sinni um landið í þeim tilgangi að festa á filmu eldamennsku Breta. Segir hann það furðu sæta hversu lítið breskar konur eldi. „Í alvöru talað, það er geysimargar, ungar konur sem kunna að blanda hanastél en gætu ekki eldað þó líf þeirra lægi við. Hins vegar eru karlmenn að sanna sig í eldhúsinu í mun meiri mæli,“ segir Ramsay. Angela Hartnett, Michelin-verðlaunaður kvenkokkur úr röðum Ramsay, ver hann og segir að í könnun sem gerð var fyrir nýjustu sjónvarpsþætti hans hafi þrjár af hverjum fjórum konum sagt að þær kynnu ekki að elda.

Ramsay hafi því ekki komist að þessari niðurstöðu einn síns liðs. Hartnett heldur námskeið í matargerð og segir marga eiginmenn skrá sig á þau vegna þess að konur þeirra kunni ekki að elda. Það kunni þó að vera aukaatriði hver eldar á heimilinu, aðalatriðið sé að matur sé fram reiddur. Segir frá þessu í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Auðunn Valsson | Frétt af vef mbl.is

Veitingageirinn.is - Fréttavefur um mat og vín. Netfang: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið