Viðtöl, örfréttir & frumraun
Konditorar fá sérdeild innan Klúbbs matreiðslumeistara
Klúbbur matreiðslumeistara hefur nú stofnað sérstaka deild fyrir konditora sem ber heitið KM Konditorar. Fyrsti kynningarfundur fór fram hjá Axel Þorsteinssyni á Hygge þann 4. júní síðastliðinn þar sem Þórir Erlingsson forseti KM kynnti starfsemi félagsins og svaraði spurningum gesta. Að kynningu lokinni sátu konditorarnir saman og ræddu framtíðina.
Ákveðið hefur verið að halda reglulega fundi annan hvern mánuð í vetrardagskránni 2025–2026, opna öllum félagsmönnum KM. Á kynningarfundinum mættu ellefu konditorar og var samþykkt að stofna deildina formlega. Birnir Smári og Guðrún Erla munu leiða starfið í vetur.
Fyrsti formlegi fundur KM Konditora fór fram 25. september hjá Garra þar sem sjö konditorar mættu ásamt forseta KM. Á dagskrá var kynning á eftirrétta- og konfektakeppninni, auk þess sem skoðaðar voru myndir úr fyrri keppnum sem sýndu þróun og framfarir í faginu. Fundurinn var bæði fróðlegur og ánægjulegur.
Umræður sneru einnig að stöðu fagins hér á landi, meðal annars um íslenska nemendur sem sótt hafa nám til Ringsted í Danmörku. Þeir hljóta viðurkenningu fyrir nám sitt en ekki sveinsbréf, sem vakti líflegar umræður meðal fundarmanna. Þá var rætt um framtíð deildarinnar, væntingar til hennar og leiðir til að fjölga þátttakendum. Nú þegar eru 18 konditorar skráðir í sérstakan Facebook-hóp og áhersla lögð á að fá alla með, hvort sem þeir starfa enn við fagið eða hafa snúið sér að öðrum störfum.
Fundarmenn þökkuðu Garra fyrir hlýjar móttökur og vel heppnaðan fyrsta fund nýrrar deildar KM.
Mynd: Klúbbur matreiðslumeistara
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






